MATARGATIÐ

laugardagur, september 10, 2005

Amsterdam

Já já
Fórum þangað í langa dagsferð á fimmtudaginn var.
Vorum vöknuð kl sjö og brunuðum niður á lestarstöð.
Vorum 2 tíma í lest sem er eiginlega hálf fáránlegt þar sem fyrsti klukkutíminn fer í að fara til Eindhoven (sem er akkúrat í öfuga átt) og næstum því til baka hingað aftur.

Nú er ég búin að koma 2 x á stuttum tíma í þessa frægu borg og ég verð bara að segja það að mér finnst hún bara ekkert merkileg. Ekki frekar en Feneyjar þarna um árið.
Veðrið var alveg sjúklega gott þannig að það var ekki að skemma fyrir, en mér finnst bara allt vera svo subbulegt, skítugt og eitthvað svo ömurlegt þarna.
Hvort sem maður horfir aftur á bak, áfram, til hægri eða vinstri, út um allt er fólk sem er svo gjörsamlega út úr dópað, eða heimilislaust, já eða hvort tveggja.

Mér varð nú bara hálf óglatt þegar við mættum manni og konu sem voru augljóslega í annarlegu ástandi með 2 rottur á öxlinni...jakkkk.. svo brostu þau þvílíkt til Malínar og ég var nú bara drullu smeyk um að þau færu eitthvað að kássast í henni.
En ég er kannski bara svona mikill sveitadurgur.

Ég verslaði nokkrar afmælisgjafir já og jólagjafir líka (og nú er minn bara langt kominn með þær :)

Við hittum svo drottingu Hollands og marga aðra sem eru mjög frægir. Sjá myndir.

Borðuðum líka alveg frábærar steikur (getur það verið:) og fórum í siglingu um borgina sem okkur fannst ekkert gríðarlega spennandi. Bara svona la la

Tókum svo lestina heim kl 21:00.
Lestinni seinkaði svo aðeins, þannig að við misstum að annari lest sem við áttum að taka heim frá Eindhoven :(
Vorum ekki að nenna því að bíða í klukkutíma eftir annari, þannig að við tókum lest sem átti að fara til Boxtel (næsti bær við okkur) og ætluðum svo bara að taka taxa heim.
en..
þegar til Boxtel var komið, að þá voru bara engir taxar. Ægir hrindi á nokkra staði og það var bara ekki hægt að fara bíl...fáránlegt
Þá er nú gott að eiga góða granna :)
Ægir hringdi í Gumma (hennar Ölmu :)
og hann bara sótti okkur :)

Þess má geta að hún Malín Marta stóð sig eins og hetja og vakti alveg þangað til við vorum í bílnum á leiðinni heim. Hún bara vinkaði í alla og brosti :) Ótrúlegt krútt.

Við vorum öll dauþreytt eftir þennan langa dag og ég endaði á því að fara með fötu með mér upp í ból þar sem ég var gjörsamlega að farast úr sjóveiki (eftir bátsferðina sennilega og lestina. ) Sem betur fer þurfti ég nú ekki á henni að halda í þetta sinn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home