MATARGATIÐ

mánudagur, september 19, 2005

Róleg helgi

en alveg svakalega góð.
Það var mikið horft á sjónvarpið :)
Gummi og krakkarnir komu til okkar á föstudaginn. Ægir og Gummi fóru á ítalskan veitingastað og sóttu pizzur handa okkur á meðan krakkarnir léku sér saman.
Það er nú pínu fyndið að þetta skuli vera í fyrsta sinn sem við sækjum okkur svona pizzu :)
Það er sem sagt ekki svona mikið pizzu menning hér eins og heima.

Við tókum því rólega á laugardaginn. Skruppum í hjóltúr niður í bæ, gáfum öndunum og versluðum aðeins.
Við ákváðum það fyrr í vikunni að nú ætluðum við að elda eina máltíð saman um hverja helgi. Helst eitthvað nýtt og spennandi sem við höfum ekki prófað áður.
Fyrir valinu þessa helgina var réttur frá Maraco. Við keyptum okkur uppskriftabók með uppskriftum frá Maraco á Akureyri fyrir svona 2 árum og höfum ekki drifið í þessu fyrr en nú.
Þetta er svona lambapottréttur, alveg svaka góður. Skelli kannski inn uppskriftinni við tækifæri.

í gær röltum við svo niður í bæ í góðu veðri. Reyndar var frekar mikið kalt, og það er nokkuð ljóst að veturinn er að nálgast.
Niðri í bæ var risahátíð í gangi. Þetta er (held ég örugglega) árlegur viðburður. Allir bæjarbúar og fólk úr næstu bæjum safnast saman niður í bæ til skoða risa. Mér skilst að þetta sé þannig að það eru einhversskonar bræðralög í gangi. Fólkið hittist svo reglulega og býr sér til risa og fer svo með hann út um allt og sýnir hann. Frekar fyndið.
Malín var frekar lítil eitthvað og fannst lúðrasveitirnar ekki skemmtilegar til að byrja með. Fór bara að hágráta þannig að Ægir varð bara að halda á henni um stund.
Við hittum svo Gumma og krakkana og settumst með þeim á kaffihús. Þegar Malín hitti þau, að þá breyttist nú allt. Þá voru sumir ekki lengur hræddir heldur fóru bara að dansa á fullu og klappa:)
Þau voru svo að fara að sækja Ölmu, en hún er búin að vera síðan á fimmtudaginn í Köben ásamt vinkonum sínum á Íslandi :)
Ég held að mér veitti nú ekki af því að komast í burtu eina helgi frá henni Malín minni. Held að við hefðum báðar mjög gott af því.
Við elduðum okkur svo fahitas (eða rúllur eins og sumir segja :) í gærkvöldi og kláruðum að horfa á ömurlega mynd sem við reyndar byrjuðum á að horfa á í fyrrakvöld.

Minni á nýju bloggsíðuna mína þar sem ég mæli með músík og myndum :)
slóðin er http://muogmy.blogspot.com/
svo er líka bara hægt að smella á m&m hér til hægri.
Það væri gaman að fá smá comment frá ykkur ef þið eruð búin að sjá myndirnar :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home