MATARGATIÐ

fimmtudagur, september 15, 2005

spreðerí

Fyrst ekkert varð úr Póllandsferð okkar um helgina, ákváðum við að spreða aðeins.
Sjónvarpið okkar hefur verið með töluverð leiðindi undanfarið. Stundum er myndin bara alveg græn, stundum röndótt. Svo slökknar á því í tíma og ótíma og svo kemur það líka fyrir að það kemur bara engin mynd, bara hljóð. Ekki alveg nógu sniðugt fyrir svona sjónvarpskellu eins og mig.

Ægir lagðist yfir netsíður og fann þetta líka fína Panasonic plasmasjónvarp sem er 42 tommur.
http://www.panasonic.nl/Products_Info.asp?M=2936

Það sem er ótrúlegast við þetta allt er það, að það kostar 133.000 sem manni finnst alveg nógur peningur fyrir sjónvarp, en
Ægir tékkaði á því hvað svona tæki kostar heima og haldið þið ekki að við séum að græða svona líka rosalega :)
Tækið kostar nefnilega 349.000 kr heima takk fyrir. Það er reyndar búið að lækka það í 299.000 núna sem munar nú öllu er það ekki?
Bara klikkun.
http://www.expert.is/?webID=1&p=4&sp=25&item=2268

Svo þurfum við líka að ath með sjónvarpsskáp. Malín er nefnilega orðin ansi glúrin við að opna þann gamla og fikta þvílíkt í öllum tökkum. Okkur langar helst í svona lítinn skáp sem lokar inni magnara, dvd og vídeó. Svo vil ég bara hafa fína nýja sjónvarpið upp á vegg :)
Gaman gaman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home