MATARGATIÐ

miðvikudagur, september 21, 2005

Sauðurinn ég.

Fór í ræktina. Var búin að ákveða að láta Malín vera aðeins lengur í pössun núna og ætlaði ég aldeilis að njóta þess að hlusta á Duran í iPod.
En o nei. Það klikkaði svona rosalega. Gleymdi honum nefnilega heima. Var ekkert smá svekkt þegar ég gáði í töskuna mína og sá þar bara eyrnatólin..uhu..

Var í 30 mín. á brettinu og hlustaði á eitthvað leiðinlegt í útvarpinu eins og t.d lagið A ga dú eða hvað það nú heitir. Það var vinsælt þegar ég var lítil.
Textinn hljómar eitthvað á þessa leið.
Aga dú dú dú
hrista epli niðrúr tré
aga dú dú dú hrista epli niður úr tré
vinstri snú, hægri snú, hoppa upp og tralla lala man ekki meir..
aga dú dú dú síðan fá sér allir tré := )

En mikið rosalega var gott að svitna aðeins þarna í ræktinni. Það munar aðeins um það hvort maður er 10 mín eða 30.
Ég fann svoleiðis mörina á mér linast upp :)
Fór reyndar ekki nema 3 kílómetra. En það er nú aldeilis dandala betra en ekkert.

En það er nú ekki að spurja að því, Malín grenjaði STANSLAUST þennan tíma.
Konan í pössuninni sagði að þetta hefði mest verið svona reiðisgrátur.
Þegar ég kom inn sátu allir (um 13 krakkar og 2 konur) í hring og voru að syngja voða skemmtileg lög, en það er alltaf gert á hverjum morgni þarna áður en börnin fá sér snarl.
Það heyrðist samt því miður voða lítið í greyjið krökkunum þar sem Malín hafði frekar mikið hátt :(
Ég var svo þarna með henni í svona 3 korter. Þá fannst sko sumum þvílíkt mikið stuð. Hún hoppaði um og dansaði þvílíkt. Svo þegar Bubbi byggir byrjaði í sjónvarpinu var mín fljót að drífa sig beint fyrir framan sjónvarpið og fór að hlægja þessum rosa hrossa hlátri. Krakkarnir litu nú bara á hvort annað og fannst hún greinilega eitthvað furðuleg.
Hún var svo ekkert á því að fara heim. Vildi bara vera lengur þarna, svona þar sem ég var með henni.
Spurning hvernig gengur í fyrramálið.
Ein konan á afmæli þá, og verða þær þá 4 þarna. Spurning hvað músin mín gerir þá.
Sjáum til. Ég ætla a.m.k ekki að gleyma að Simon og félögum heima :)

2 Comments:

  • At 5:04 e.h., Blogger Dagný said…

    O já það væri voða gott fyrir hana.
    En, því miður kemst hún ekki í svoleiðis fyrr en hún verður 2 ára og þá bara 2 x í viku í c.a 2 tíma í senn :(

     
  • At 11:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Baráttukveðjur...

     

Skrifa ummæli

<< Home