Orðin spræk aftur.
Þessi flensa mín var fljót að hverfa. Sem betur fer :)
Ég man nú bara ekki eftir því að hafa verið svona stutt lasin, og ég held svei mér þá að þetta sé í fyrsta sinn á þessu ári sem ég verð veik. Það er nú bara kraftaverki líkast þar sem ég var aðal pestagemsinn heima á Íslandi. Náði mér í allar flensur, lungnabolgur og hvaðeina. Ég held að þetta loftslag hér sé bara svona miklu betra fyrir mig heldur en kuldinn heima. Það hlýtur að vera eitthvað.
Dagurinn í gær var alveg þræl góður.
Við Malín byrjuðum daginn á því að fara í ræktina og gékk það líka svona glimmrandi vel :) Hún grét voða mikið þegar við komum inn í pössunina og sagði bara mamma mamma mamma eins og alltaf. Ég fór svo fram að æfa og kom aftur eftir 45 mín.
Konurnar voru alveg brosandi allan hringinn þegar ég kom inn aftur. Malín grét í 1 mínútu eftir að ég fór og svo ekki meir. Hún var bara að dunda sér með hinum krökkunum.
Eftir að Malín fékk sér blund skruppum við mæðgur í göngutúr í góða veðrinu og síðan var farið á hjólin þegar Ægir kom heim. Það er svo rosalega gaman að hjóla hérna. Við þurfum ekki að hjóla nema í svona 4 mín. til þessa vera komin út í sveit. Og þetta er sko álvöru sveit með tilheyrandi kúaskítafýlu og alles :)
Fórum svo í blíðunni niður í bæ á hjólunum og settumst niður á stað sem heitri De Lind 63. Fengum okkur svaka gott grænmetis fahitas nammi namm.
Það var svo svakalega gott veður, að ég gat verið á stuttermabol allan tímann. Alveg frábært :)
Vorum komin heim rétt fyrir kl átta, en þá er nú bara orðið næstum alveg dimmt.
Við Malín fórum svo í ræktina í morgun aftur og það gékk líka alveg æðislega vel :)
Þetta er allt að koma.
Hún meira að segja hætti að gráta áður en ég fór fram núna og grét ekkert í þennan klukkutíma á meðan ég var í burtu. Konan sem var að vinna í dag sagði að hún væri farin að leika sér mjög mikið, vildi láta lesa fyrir sig og svo væri hún að spjalla þvílíkt við þær :)
Ég gat því verið í 45 mín. á cross-trainer græjunni, tók svo smá rassa-læra æfingu og pínu maga líka.
Magnað.
Ég man nú bara ekki eftir því að hafa verið svona stutt lasin, og ég held svei mér þá að þetta sé í fyrsta sinn á þessu ári sem ég verð veik. Það er nú bara kraftaverki líkast þar sem ég var aðal pestagemsinn heima á Íslandi. Náði mér í allar flensur, lungnabolgur og hvaðeina. Ég held að þetta loftslag hér sé bara svona miklu betra fyrir mig heldur en kuldinn heima. Það hlýtur að vera eitthvað.
Dagurinn í gær var alveg þræl góður.
Við Malín byrjuðum daginn á því að fara í ræktina og gékk það líka svona glimmrandi vel :) Hún grét voða mikið þegar við komum inn í pössunina og sagði bara mamma mamma mamma eins og alltaf. Ég fór svo fram að æfa og kom aftur eftir 45 mín.
Konurnar voru alveg brosandi allan hringinn þegar ég kom inn aftur. Malín grét í 1 mínútu eftir að ég fór og svo ekki meir. Hún var bara að dunda sér með hinum krökkunum.
Eftir að Malín fékk sér blund skruppum við mæðgur í göngutúr í góða veðrinu og síðan var farið á hjólin þegar Ægir kom heim. Það er svo rosalega gaman að hjóla hérna. Við þurfum ekki að hjóla nema í svona 4 mín. til þessa vera komin út í sveit. Og þetta er sko álvöru sveit með tilheyrandi kúaskítafýlu og alles :)
Fórum svo í blíðunni niður í bæ á hjólunum og settumst niður á stað sem heitri De Lind 63. Fengum okkur svaka gott grænmetis fahitas nammi namm.
Það var svo svakalega gott veður, að ég gat verið á stuttermabol allan tímann. Alveg frábært :)
Vorum komin heim rétt fyrir kl átta, en þá er nú bara orðið næstum alveg dimmt.
Við Malín fórum svo í ræktina í morgun aftur og það gékk líka alveg æðislega vel :)
Þetta er allt að koma.
Hún meira að segja hætti að gráta áður en ég fór fram núna og grét ekkert í þennan klukkutíma á meðan ég var í burtu. Konan sem var að vinna í dag sagði að hún væri farin að leika sér mjög mikið, vildi láta lesa fyrir sig og svo væri hún að spjalla þvílíkt við þær :)
Ég gat því verið í 45 mín. á cross-trainer græjunni, tók svo smá rassa-læra æfingu og pínu maga líka.
Magnað.
3 Comments:
At 5:38 e.h., Nafnlaus said…
Magnað að dúllan er orðin svona góð í pössuninni og þú getur svitnað vel og vandlega á meðan:-))
Gúd lökk í átakinu þínu og megi gæfan vera þér í vil í fitubolluátakinu ykkar Ægirs hehehe
At 9:52 e.h., Unknown said…
Frábært. Takk fyrir pössunina áðan og sjáumst svo í fyrramálið í púlinu.
At 9:45 f.h., Nafnlaus said…
Glæsilegt glæsilegt glæsilegt..... Það hlaut að koma að því að Malla mús áttaði sig á því að það er hægt að hafa fjör þarna. Eins og hún er mikill samkvæmisgrís. Ég sé hins vegar að ef ég kem út í næsta mánuði þá verð ég að leigja mér hjól :)
Skrifa ummæli
<< Home