MATARGATIÐ

föstudagur, október 07, 2005

Taka 2.

Gærkvöldið var alveg frábært. Okkur tókst að fara á flottasta staðinn í bænum (Linnen) og borða :)
Malín fór til Ölmu og fjölskyldu og gékk það bara ágætlega. Það var nú samt grátið töluvert annaðslagið.
Ægir var búinn að fá borð þarna klukkan sex. Við vorum þau fyrstu sem mættum á svæðið og höfðum því marga þjóna bara fyrir okkur :)

Byrjuðum á því að fá okkur hvítvín í fordrykk. Fengum okkur svo 3 rétta máltíð sem átti bara að koma að óvart :) spennandi.
Fyrst fengum við pínu snarl til að smakka. Þetta var svona karrí popp á diski og þar ofaná var eitthvað til að smakka. T.d einhver kaka með osti inní og eitthvað fleira. Svo fengum við að smakka eitthvað svona karamellukex með gæsalifur inn í, og eitthvað broccolimauk með hráum túnfiski.
Svo kom forrétturinn. Það var hörpudiskur og eitthvað fleira fiskmeti sem var borið ótrúlega flott fram.
Aðalrétturinn var svo andabringa og andalæri með flottu meðlæti. Hrikalega gott.
Í desert fékk ég svo perur, ís og kavíar sem smakkaðist ljómandi. Ægir fékk sér hinsvegar nokkrar gerðir af ostum.
Með þessu voru svo borin fram mismunandi vín sem voru öll ljómandi góð.
Mér fannst meira að segja desert vínið ljómandi, en ég er nú ekki þekkt fyrir það að geta drukkið serrý, púrtvín og svona sæt eftirréttavín, en þetta var sem sagt ljómandi gott :)

Smjatt smjatt smjatt.
Get ekki beðið eftir þvi að komast þarna aftur.
Við ætlum að reyna að dobbla mömmu til að passa fyrir okkur þegar hún kemur næst, og ætlum við þá að fara í 5 rétta :)
Ótrúlga gaman að borða á svona fínum stað.

1 Comments:

  • At 11:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hellú..
    Oh, hvað þetta hefur verið geggjað kvöld hjá ykkur... Yndislegur matur og rólegheit.. Hmmm spurning um að fara að láta eitthvað slíkt eftir sér...
    kv.Jóhanna

     

Skrifa ummæli

<< Home