MATARGATIÐ

miðvikudagur, október 05, 2005

Ljómandi góður matur.

Hér eru nokkrar hollar og góðar uppskriftir fyrir þá sem hafa áhuga.
Þetta eru réttir sem við höfum verið að smjatta á undanfarið :)

Bakaður fiskur
750 g fiskur (magur fiskur)
1-2 b tómatsafi
1/2 b sneiddir sveppir
1 tsk sítrónusafi
1 lítill laukur, saxaður
slatti af hvítlauk
þurkuð basilika
magur ostur
salt og pipar til bragðauka

1. Setjið allt hráefnið, nema fiskinn og ostinn í pott og hitið að suðu. Lækkið hitann og látið sjóða í 5 mínútur.
2. Þurrkið af fiskinum, setjið í grunnt eldfast mót og hellið sósunni yfir.
Bakið við 200 C í 25 mínútur.
Bætið ostinum ofaná þegar svona 5 mín. eru eftir.


Þessi er æði :)

Gómsætar grillaðar laxasteikur
1/2 b sojasósa
1/2 b appelsínusafi
1/4 b tómatsósa
1/4 b fersk steinselja, söxuð
2 msk sítrónusafi
1/3 msk pipar
2 kramin hvítlauksrif (notaði örugglega 4 eða 5)
6 laxasteikur

1. Blandið saman sojasósu, appelsínusafa, tómatsósu, steinselju, sítrónusafa, pipar og hvítlauk.
2. Setjið laxinn út í kryddlöginn og látið liggja í kryddleginum í a.m.k. 2 klst.
Veiðið fiskinn upp úr leginum og geymið löginn.
3. Grillið fiskinn á útigrilli í 6 mínútur á hvorri hlið eða þar til fiskurinn flagnar undan gaffli. Burstið öðru hvoru með kryddleginum.


Steiktar risarækjur (jommí)

Risarækjur
Sítrónusafi
olífu olía
hvítlaukur
kryddjurtir að eigin vali.

Allt sett í skál.
Þræðið rækjurnar upp á teina og steikið, eða grillið.

Borið fram með góðu salati.

-Lambapottréttur frá Maraco (fyrir 3-4)
1 kg lambakjöt (beinlaust)
1 laukur (skorinn)
6 hvítlauksrif (marin)
1 stór rauður chilli (hreinsaður og skorinn í strimla)
5 cm engiferrót (rifin)
2 tsk. kanill
2 tsk. paprikukrydd
600 ml gærnmetissoð
1 1/2 teskeið hunang
safi úr 1 sítrónu
375 gr okra (grænmeti frá afríku sem fæst niðursoðið heima eða í heilsubúðum er mér sagt :)
Við notuðum kúrbít og var það bara ljómandi gott. Passaði mjög vel í þennan rétt.
75 gr möndlur
salt og pipar eftir smekk.

Kjöt, laukur, hvítlaukur, chilli, engifer, kanill, paprikukrydd, soð, hunang, og sítrónu safi sett í stóran pott og hitað að suðu.
Lokið pottinum og látið malla í1,5 klst. Hrærið í þessu öðru hvoru.

Bætið okra og möndlum saman við og látið malla í 15-20 mín. í viðbót.
Þessi réttur er pínu spes, en algjört æði.

2 Comments:

  • At 11:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

     
  • At 5:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jammííí...hlakka til að prófa fiskiuppskriftirnar, er nebblega að leita mér að hollum og góðum fiskiréttum og það hefur bara ekki gengið nógu vel. Hlakka til að smakka þessa:-)))

     

Skrifa ummæli

<< Home