MATARGATIÐ

fimmtudagur, febrúar 09, 2006

Dagurinn í dag.

Þessi dagur er búinn að vera án efa öðruvísi en þeir flestir. Ekki það að ég hafi verið að gera eitthvað nýtt eða öðruvísi, heldur vegna þess að ég er með bíl að láni :)
Ægir fór til Þýskalands í gær ásamt 2 vinnufélögum og var annar gaurinn svo næs að lána mér bílinn sinn. Við Malín drifum okkur að sjálfsögðu á rúntinn strax í gær.
En í morgun drifum við okkur í ræktina eins og alltaf og ég verð nú að viðurkenna það að það var nú pínu notalegt að setjast upp í bíl og keyra á staðinn. Þar sem ég fer allar mínar ferðir á hjólinu mínu og keyri þ.a.l hrikalega sjaldan að þá var mín nú pínu stressuð að leggja í stæði :( Þessi stæði hérna í Hollandi eru án gríns mun minni en heima og svo er þessi bíll sem ég er á ekki sá minnsti. Risastór 7 manna kaggi og mér leið eins og ég væri á vörubíl eða að keyra rútu. Ég passaði mig nú á því að leggja bara nógu langt í burtu frá stöðinni og var að vona að það yrðu ekki margri bílar fyrir mér þegar ég færi að bakka þessari kerru. En það tókst nú svona líka glimmrandi vel. Sem betur fer er bílinn með svona bíbbara sem lætur mann vita þegar maður er að fara að bakka á. Alveg bráðnauðsynlegt í svona stór kvikindi. Það var frábært að þurfa ekki heldur að hjóla heim þar sem það var þvílíka snjókoman úti. Við mæðgur drifum okkur samt niður í bæ (um að gera að nýta sér þægindin á meðan þau eru í boði) og skruppum í búiðir. Keypti þrenn náttföt á Malín. Ekki veitir af. Það eru öll náttfötin hennar sem eru númer 86 orðin of lítil þannig að ég keypti 92 :) frekar fyndið. Ótrúlega stóru krakkaleg :) Borgaði ekki nema 11 evrur fyrir þau sem er mjög vel sloppið.
Drifum okkur svo á markaðinn og keyptum okkur æðislegar plómur, dökkrauð glansandi sæt jarðaber og hrikalega flotta gúrku sem ilmar þvílíkt vel. Komum að síðustu við í ah sem er kjörbúð og versluðum smátterí. Eftir þetta var ég komin með 4 poka og átti ég í fullu fangi með á ráða við þetta allt saman ásamt því að passa upp á Malín. Ég var nefnilega ekki með kerru og hún ekki alltaf alveg til að vera við hliðina á mér. Ji minn eini hvað ég skil ekki hvernig konur með mörg börn fara að því að skreppa í búðir og versla.
Reikna ekki með því að fara meira á bílnum í dag en það verður ljúft að nota hann aftur í fyrramálið :)
Ægir og þeir karlar ætla að leggja af stað frá Þýskalandi upp úr hádegi á morgun. Vonandi að þeir komist þar sem það er gjörsamlega allt fullt af snjó þar :( og þeir á sumardekkjum. Skemmtilegt að keyra í snjó og slabbi í rúma 5 klukkutíma og hvað þá ef umferðin verður mikil.

1 Comments:

  • At 1:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að vita að þú hefur það næs. Þetta er bara eins og hjá ,,fínu konunum" í sápuóperunum

     

Skrifa ummæli

<< Home