MATARGATIÐ

mánudagur, febrúar 13, 2006

Jommí

Fórum á þorrablót á laugardagskvöldið. Fengum svoo skuggalega góðan mat. Smakkaði reyndar ekki allt, en ji dúdda mía hvað þetta var var gott. Það voru 2 íslenskir kokkar sem bjuggu til og komu með matinn með sér í ferðatöskum frá Íslandi. Voru stoppaðir í tollinum hérna úti en svo var þeim sem betur fer sleppt eftir útskýringar :)
Það var ekki bara boðið upp á þorramat heldur líka allt mögulegt annað eins og t.d lax, graflax, fullt af æðislegum slíldarréttum, plokkara, gúllasréttur og margt fleira. Þarna var líka besti hákarl og harðfiskur sem ég hef smakkað lengi :)

En mikið rosalega erum við orðin gömul. Vorum komin í ból klukkan hálf ellefu :) Malín var sprækust af okkur. Dansaði nánast allan tímann þannig að ekki gafst tækifæri á að gefa henni þorramat. Við Ægir skiptumst á að hlaupa á eftir henni út um allt dansgólf.
Algjör stuðbolti þessi grís okkar.

1 Comments:

  • At 7:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er náttúrulega bara snilli þessi Malín Marta :)

     

Skrifa ummæli

<< Home