MATARGATIÐ

þriðjudagur, maí 02, 2006

Gáfaða litla stelpan mín :)

Mér finnst hún Malín Marta vera alveg ótrúlega duglegt barn. Ég verð nú bara að segja það.
Hún er ekki orðin tveggja ára en er samt farin að þekkja næstum því alla liti og getur sagt nöfnin á þeim líka eins og t.d. gulur, rauður, grænn, blár, svartur, hvítur, appelsínugulur, bleikur og brúnn :)
Það er alveg ótrúlega fyndið að fylgjast með henni þessa dagana þar sem hún lærir svona 10 ný orð á dag. Frekar mikið gaman að hlusta á hana tala svona mikið.

2 Comments:

  • At 6:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er að sjálfsögðu bráðgáfað barn, ekki spurning. En svona í alvöru þá er þetta mjög flott hjá henni. Ég er að gera þroskapróf hjá 3 og hálfs árs börnum sem kunna þetta ekki alveg öll (en flest samt). Haltu áfram að kenna henni, börn eru svo rosalega móttækileg á þessum aldri.

    kveðja,Alma

     
  • At 11:16 f.h., Blogger Dagný said…

    Já hún er algjör snilli þessi litla mús :)
    Mér brá heldur betur í brún núna í morgunsárið þegar sú stutta sat á klósettinu. Hun fór nefnilega að telja og stoppaði ekki fyrr en hún var komin upp í tíu. Gerði þetta næstum því alveg hjálparlaust. Algjör rúsína.

     

Skrifa ummæli

<< Home