MATARGATIÐ

laugardagur, maí 06, 2006

Ofnæmisfréttir og fleira skemmtilegt.

Ægir fór í apótek fyrir mig í gær og fékk eitthvað ofnæmislyf sem ég má taka. Ég er því orðin mun betri en ég var, en samt finn ég frekar mikið fyrir þessu ennþá :(
það rennur töluvert úr augunum á mér og ég er með stíflað nef en sem betur fer hefur kláðinn og pirringurinn minkað til muna. Það var jú það sem pirraði mig mest. Er samt hrikalega bólgin eitthvað og þrútin ennþá en vonandi lagast það þegar ég hætti að klóra mér og nudda augun svona mikið. Ég verð nú samt að vera alveg sammála systur minni með það að maður verður hálf sloj og slompaður af þessum töflum. Fann sérstaklega fyrir því í gær þegar ég tók fyrstu töfluna. Fékk töluverðan svima og varð voða þung í hausnum eitthvað. Linda var að tala um það að hún væri bara hætt að taka svona ofnæmistöflur þar sem hana langaði bara alltaf til að sofa en ég varð nú samt ekki alveg svo mikið slompuð af þeim :)

Annars er bara bongoblíða hjá okkur ennþá. Sól sól sól og um 25 gráður. Fórum í langan hjóltúr út um allar trissur í morgun. Ég er svo rosalega glöð með það að finna ekki til í grindinni eða bakinu þegar ég hjóla. Myndi bara deyja úr leiðindum ef ég gæti það ekki. Varð samt ansi aum og þreytt í rassinum, en það var nú Ægir líka :)
Við vorum að tala um það áðan hvað það yrði leiðinlegt að geta ekki haldið þessum hjóltúrum áfram þegar við flytjum aftur heim. Ekki séns að maður nenni að standa í því að hjóla fleiri kílómetra í roki og skít og með brekkur hægri vinstri.

Er í þessum skrifuðu orðum að hlusta á smáskífu safnið með Duran Duran (eins og ég gaf henni Lindu minni ) og ji dúdda dúdd hvað það er gaman. Frábært að heyra öll þessu gömlu góðu Duran lög sem maður hefur kannski ekki heyrt svo oft síðan maður var lítill. Þá er ég að tala um þessar B-hliðar sem voru kannski ekki svo mikið spilaðar. Svo er líka algjör snilld að hlusta á allar útgáfurnar af sumum lögunum sem eru í boði. Bara skemmtilegt.
En jæja best að klára að hlusta á The Chauffeur (blue silver) í hálfgerðum spænskum fílíngi og drattast svo út í sólina. Ég ætti að klára það kannski að gróðursetja síðustu sumarblómin mín :)

7 Comments:

  • At 10:43 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ sæta mín, bíddu bíddu eru þið farin að plana heimferð???

     
  • At 1:36 e.h., Blogger Dagný said…

    Niii..held að við séum ekkert á leiðinni heim. Okkur langar hvorugum að fara strax heim, enda frábært að vera hér. Við eigum samt eftir að koma aftur heim til Íslands á endanum hvort sem það verður eftir ár eða tíu ár :)

     
  • At 1:22 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Gott að vita að þú ert komin með eitthvað við ofnæminu gæskan :)

     
  • At 11:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æði!!! frábært hjá ykkur... Hjóla mangað alveg... og svona gott veður er bara stór plúss :) knús og kossar :O)

     
  • At 11:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    já hehe Linda Rós fattaði það þegar ég var búin enn þú svosem myndir alveg fatta það ég og systir þín erum svosem ekki með sama málfar..:)

     
  • At 2:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ Dagný þú ættir að athuga hvaða gerð afnæmistöflum þú ert með því að það eru til mismunandi tegundir, sumar gera mann svona dizzy en aðrar eru með koffeini og ættu þá að virka í hina áttina.!

     
  • At 8:49 f.h., Blogger Dagný said…

    Flott Baddi. Er að fara til læknis á eftir. Ætla að spurja hann út í þetta. Mér veitti nú ekki af enhverju örvandi þessa dagana, er víst nógu þreytt fyrir

     

Skrifa ummæli

<< Home