Sól sól skín á mig.
Jæja nú er sko sumarið komið hérna hjá okkur.
Frábært veður í gær eða 26 stiga hiti og sól. Borðuðum í fyrsta skipti úti í garði og höfðum við skyr, ávexti og brauð í matinn. Ferlega þægilegt og næs. En í kvöld ætlum við að grilla fisk. Það verður sko aldeilis hægt að spóka sig úti í dag. Það eru strax komnar um 25 gráður þannig að hitinn á sko eftir að fara upp í 30 gráður seinni partinn. Við Malín hjóluðum í ræktina í morgun, hún í kjól og ég í pylsi og hlýrabol :) Bara ljúft. Það er bara einn gallinn á þessu veðri eða bara sumrinu yfirleitt held ég þar sem ég er nánast alveg viss um að ég sé komin með bölvað gróðurofnæmi. Eða a.m.k eitthvað ofnæmi. Ég hef ekki verið normal síðustu daga og þetta fer nú bara versnandi held ég. Þetta lýsir sér þannig að mig klæjar non stop í augun og svíður. Það er svona eins og það sé alltaf eitthvað upp í þeim eins og t.d sandur eða flísar og ég er ekki frá því að þetta sé líka pínu svona eins og þegar maður er nýbúinn að skera niður chilli og fer svo að nudda á sér augun. (ekki mjög gáfulegt en það hefur samt komið fyrir besta fólki) Mig klæjaði svo hrikalega í gærkvöldi að ég var orðin öll elddrauð og þrútin í öðru auganu. Svo tárast ég oft og títt, það lekur úr nefinu á mér og það stíflast ótt og títt og svo hnerra ég alveg hrikalega oft á dag.
Er þetta ekki bara dæmigert ofnæmi?
Finnst frekar hallærislegt að vera að fá svona á gamalsaldri. Hef aldrei fundið fyrir svona löguðu áður.
Frábært veður í gær eða 26 stiga hiti og sól. Borðuðum í fyrsta skipti úti í garði og höfðum við skyr, ávexti og brauð í matinn. Ferlega þægilegt og næs. En í kvöld ætlum við að grilla fisk. Það verður sko aldeilis hægt að spóka sig úti í dag. Það eru strax komnar um 25 gráður þannig að hitinn á sko eftir að fara upp í 30 gráður seinni partinn. Við Malín hjóluðum í ræktina í morgun, hún í kjól og ég í pylsi og hlýrabol :) Bara ljúft. Það er bara einn gallinn á þessu veðri eða bara sumrinu yfirleitt held ég þar sem ég er nánast alveg viss um að ég sé komin með bölvað gróðurofnæmi. Eða a.m.k eitthvað ofnæmi. Ég hef ekki verið normal síðustu daga og þetta fer nú bara versnandi held ég. Þetta lýsir sér þannig að mig klæjar non stop í augun og svíður. Það er svona eins og það sé alltaf eitthvað upp í þeim eins og t.d sandur eða flísar og ég er ekki frá því að þetta sé líka pínu svona eins og þegar maður er nýbúinn að skera niður chilli og fer svo að nudda á sér augun. (ekki mjög gáfulegt en það hefur samt komið fyrir besta fólki) Mig klæjaði svo hrikalega í gærkvöldi að ég var orðin öll elddrauð og þrútin í öðru auganu. Svo tárast ég oft og títt, það lekur úr nefinu á mér og það stíflast ótt og títt og svo hnerra ég alveg hrikalega oft á dag.
Er þetta ekki bara dæmigert ofnæmi?
Finnst frekar hallærislegt að vera að fá svona á gamalsaldri. Hef aldrei fundið fyrir svona löguðu áður.
1 Comments:
At 4:22 e.h., Nafnlaus said…
Blessuð.... Jú þetta er frjóofnæmi, ég fékk þetta fyrst 14 ára, svo hætti þetta um 18 ára og núna er þetta að koma aftur, og þetta er rétta lýsingin á þessu... Fáðu þér e-ð strax við þessu svo þú þurfir ekki að kveljast. Það fæst meira að segja ólyfseðilsskylt í apótekum, allavega hér á landi.. Endilega ath. þetta gella.... Ömurlegt að þjást svona... þekki þetta....
Hafðu það gott og kyss til hinna........ Oh, my hvað ég öfunda ykkur af góða veðrinu :(
Skrifa ummæli
<< Home