Frábær dagur í gær.
Veðrið í gær var alveg frábært. 29 gráður og sól sól sól :)
Ef þetta ofnæmi mitt hefði ekki verið að plaga mig svona líka hrikalega mikið að þá hefði allt verið svooo dásamlegt.
Við Malín töltum niður í bæ um kl þrjú, kíktum á markaðinn þar sem við keyptum fullt af flottum ávöxtum, fórum í nokkrar búðir og svo var bara setið úti á kaffihúsi. Ég var svo hrikalega ánægð með skrokkinn á mér, fann ekki fyrir verkjum þrátt fyrir mikið labb. Það eru bara margir margir dagar síðan ég var svona góð :)
En...
þetta bölvaða ofnæmi mitt er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það versnar bara með hverjum deginum. Ég var það slæm í gær að á tímabili sá ég varla út úr augunum þar sem ég táraðist stanslaust. Ég held að sumir hafi haldið að ég væri hreinlega að grenja þar sem ég saug líka svo ótt og títt upp í nefið. Í gærkvöldi bólgnaði ég svo öll upp mig klæjaði svooooo. Ji minn eini hvað þetta er mikil kvöl og pína. Því miður gat ég ekki pantað tíma hjá lækninum mínum í gær þar sem þau hjónakorn virðast vera í fríi (alveg merkilegt með þetta lið, það er bara alltaf lokað á þessari læknastofu)
Ég skildi nú ekki nema brot af því sem var talað inn á símsvarann hjá þeim en ég held ég hafi nú samt náð því að þau koma ekki til baka fyrr en 8 mai. Ægir ætlar í apótekið fyrir mig á eftir til á tékka á því hvort ég geti fengið eitthvað án þess að vera með lyfseðil. Þetta ástand gengur a.m.k ekki svona lengur.
Það þýðir ekkert fyrir mig að vera með maskara á mér þar sem hann er nú fljótur að renna til og það er nú ekki eitthvað fyrir mig. Það gerist sko ekki oft að ég fari út úr húsi maskaralaus :)
En þrátt fyrir þetta vesen allt á mér var dagurinn fínn. Við grilluðum okkur fisk og rækjur í kvöldmatinn og sátum úti í blíðunni. Ljúft líf það.
Ef þetta ofnæmi mitt hefði ekki verið að plaga mig svona líka hrikalega mikið að þá hefði allt verið svooo dásamlegt.
Við Malín töltum niður í bæ um kl þrjú, kíktum á markaðinn þar sem við keyptum fullt af flottum ávöxtum, fórum í nokkrar búðir og svo var bara setið úti á kaffihúsi. Ég var svo hrikalega ánægð með skrokkinn á mér, fann ekki fyrir verkjum þrátt fyrir mikið labb. Það eru bara margir margir dagar síðan ég var svona góð :)
En...
þetta bölvaða ofnæmi mitt er ekkert til að hrópa húrra fyrir. Það versnar bara með hverjum deginum. Ég var það slæm í gær að á tímabili sá ég varla út úr augunum þar sem ég táraðist stanslaust. Ég held að sumir hafi haldið að ég væri hreinlega að grenja þar sem ég saug líka svo ótt og títt upp í nefið. Í gærkvöldi bólgnaði ég svo öll upp mig klæjaði svooooo. Ji minn eini hvað þetta er mikil kvöl og pína. Því miður gat ég ekki pantað tíma hjá lækninum mínum í gær þar sem þau hjónakorn virðast vera í fríi (alveg merkilegt með þetta lið, það er bara alltaf lokað á þessari læknastofu)
Ég skildi nú ekki nema brot af því sem var talað inn á símsvarann hjá þeim en ég held ég hafi nú samt náð því að þau koma ekki til baka fyrr en 8 mai. Ægir ætlar í apótekið fyrir mig á eftir til á tékka á því hvort ég geti fengið eitthvað án þess að vera með lyfseðil. Þetta ástand gengur a.m.k ekki svona lengur.
Það þýðir ekkert fyrir mig að vera með maskara á mér þar sem hann er nú fljótur að renna til og það er nú ekki eitthvað fyrir mig. Það gerist sko ekki oft að ég fari út úr húsi maskaralaus :)
En þrátt fyrir þetta vesen allt á mér var dagurinn fínn. Við grilluðum okkur fisk og rækjur í kvöldmatinn og sátum úti í blíðunni. Ljúft líf það.
4 Comments:
At 1:47 e.h., Nafnlaus said…
Já þetta er ekkert smá æðislegt að fá svona gott veður:) 21 stig hér í dag a.m.k og sól frábært, maður á reyndar ekki að vera inní tölvunni í svona:) en Elfar sefur svo skellir maður sér í hjólatúr á eftir.
En já vonandi færðu eitthvað við þessu ofnæmi það er ekki hægt að vera svona "hágrenjandi" alla daga þú verður nú að sjá í sólina.
Hafðu það svaka gott, bið að heilsa!
En annars, hvernig grillar maður rækjur?????;)
At 2:17 e.h., Dagný said…
Já þetta veður er bara snillld :)
Við stöllur erum sko heppnar.
En í sambandi við rækjurnar að þá vorum við bara með fisk og rækjur sem ég marineraði og setti í álpappír í gær...jommmí.
En svo höfum við líka stundum sett risarækjur á spjót og grillað örstutt á hvorri hlið. Gerist ekki betra.
Frábært að setja bara smá salt og pipar og pínu sítrónusafa, hafa svo bara gott hvítlauksbrauð með og búa til sósu úr hreinni jógúrt eða sýrðum rjóma með smá slettu af sítrónu og dilli og svo kryddar maður bara eftir smekk.
úú...ég er bara orðin svangur :)
Ætlum að grilla rosa góða hammara í kvöld og með þeim verður boðið upp á salsasósu, sýrðan rjóma og grænmeti. Algjör jommí jomm.
At 9:17 e.h., Nafnlaus said…
Já þetta líst mér vel á með rækjunar, held það verði að prófa það á þessu heimili núna bráðlega, núna er maður bara í því að grilla eitthvað nammerí og borða úti ekkert smá æðislegt.
Líst vel á þetta með hammarana vona þeir hafi smakkast vel, grilluðum einmitt í vikunni hammara með grænmeti og bbq sósu og sýrðum svaka gott, ég keypti reyndar hakk sjálf og gerði hamborgarna því mér finnst hamborgarnir sem maður kaupir hér eitthvað svo mikið OJJ ekki spennandi minnir á hakk sem hefur verið fínhakkað 4 sinnum án þess að ýka æ eitthvað ógirnilegt, hvernig er það hjá þér?
At 3:10 e.h., Dagný said…
Það er sama veseneð hér. Allt svona kjötdótarí sem er tilbúið eins og t.d borgarar og bollur er allt hálfgerður vibbi :( sama drullubragðið af þessu öllu. Fundum samt eina gerð af borgurum um daginn með mexico kryddi sem voru í lagi. Annars er lang best að gera þetta bara sjálfur. Þá getur maður lika haft þá þykka og djúsí :)
Skrifa ummæli
<< Home