MATARGATIÐ

sunnudagur, júní 18, 2006

17 og 18 juni

Hæ hó jibbi jei.
Við fórum á 17 juni skemmtun til Rotterdam í gær. Dagurinn var rosa góður og skemmtu allir sér vel. Þessi hátíð var haldin í stórum leikgarði þar sem fullt var af tækjum og skemmtilegheitum fyrir krakkana.
Allir fengu svo íslenskar pylsur, prins póló, lakkrís og fleira gotterí að smjatta á.
Þarna var stæðsta rennibraut sem ég hef nokkru sinni séð. Hún var fleiri fleri metrar, sennilega hátt í 6 eða 8 metrar á hæð. Malín var sko ekki hrædd, dreif sig þarna upp og fór nokkrar salíbunur. Það voru nú sumir eldri krakkar þarna sem gugnuðu nú þegar upp var komið :)
Vorum komin heim að ganga sjö og flestir vel þreyttir. Ég svaf eitthvað rosalega illa nóttina áður og var orðin alveg punkteruð. Fór því upp í ból klukkan níu og var steinsofnuð klukkan hálf tíu. Vaknaði svo ekki fyrr en Malín vaknaði klukkan átta í morgun og kúrði sú stutta bara upp í hjá okkur til klukkan rúmlega níu :) Frekar mikið næs.
Dagurinn í dag var svo alveg frábær. Veðrið bæði í gær og í dag alveg magnað.
Við fórum í hjóltúr eftir morgunmat, settumst aðeins niður í bænum en þar var allt stappað af fólki. Malín fékk sér svo blund heima og ég fór í það að græja köku sem ég hafði í desert í kvöld. Útbjó svo líka dressingu á kjuklingabringur og gerði svona mauk til að hafa ofaná brauð og kex sem samanstóð af rauðlauk, hvítlauk, ólífum, sólþurkuðum tómati og gommu af virgin olíu...svaka mikið jommi. Við fengum svo gesti upp úr klukkan þrjú. Einar Gunnar, Laufey, Renada og Oddrún dætur þeirra komu í mat gaman gaman. Reneda er að verða sjö og Oddrún að verða 3 ára og kemur þeim mjög vel saman. Við vorum nýbúin að fjárfesta í þessari fínu sundlaug og var hún tilbúin úti í garði :) stelpurnar voru ekki lengi að koma sér í sundfötin og var laugin mikið notuð í allan dag og fram á kvöld. Ekkert smá notalegt að geta kælt sig aðeins niður þegar hitinn úti er um 30 gráður og sólin búin að skína skært vel og lengi.
Við fullorðnafólkið gátum spjalla vel saman og notið matarinns þar sem stelpurnar voru svo duglega að leika sér saman. Þær borðuðu líka á undan okkur þannig að við þurftum ekki að brasast við að gefa þeim um leið og við nutum okkar matar :) sniðugt.
Mikið rosalega langar okkur hrikalega mikið í uppþvottavél. Maður finnur svo mikið fyrir því eftir svona matarboð þar sem margir diskar og fullt af glösum og fylgihlutum eru notaðir. Ég held að við höfum verið rúman klukkutíma að vaska upp eftir þetta. Hefði verið skemmtilegra að geta bara hent þessu inn í vél og haldið svo bara áfram að sitja úti í blíðunni.
Nú er klukkan orðin ellefu hjá okkur og hitinn úti ennþá 22 gráður. Hitinn hér inni er hins vegar 27 gráður úff úff, og hitinn á efri hæðinni er svo mun meiri. Það verður því sennilega frekar heitt á okkur í nótt og þarf ég þá kannski ekki að sofa með rúmteppið mitt sem ég geri yfirleitt þessar stundirnar :)

Einir bróðir og Bogga eiga eins árs brúðkaupsafmæli. Til hamingju með það :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home