MATARGATIÐ

fimmtudagur, júlí 06, 2006

Hiti og sviti

Síðustu dagar hafa verið hreint frábærir :)
Ægir byrjaði í sumarfríi um síðustu helgi og höfum við ekki getað óskað okkur betra veðurs. Hitinn hefur verið um 30 -34 gráður og sólin hefur skinið skært allan tímann (fyrir utan svona 15 mín í gærmorgunn en þá fengum við þessa fínu dembu :)
Það hefur ekki verið leiðinlegt hjá Malín enda erum við alltaf að gera eitthvað skemmtilegt alla daga. Höfum mikið farið á ströndina, í dýragarðinn, hjóltúra, gefið bra bra og margt fleira. Þegar við erum heima höldum við til í garðinu, sú stutta buslar í sundlauginni sinni og við Ægir lesum eða kíkjum í tölvuna :) Þetta er sko ljúft líf verð ég að segja.
Við keyptum okkur 2 viftur til að hafa hérna inni hjá okkur. Ekki veitti af því hitinn er svo hrikalegur á nóttunni og rakinn aðeins of mikill. Þær bjarga manni nú alveg og sofum við þvílíkt vel í blæstrinum. Maður fær svona nettan sólarlandafíling þegar maður fer að sofa :)

Í dag ætlum við að kíkja til Breda í ólettu-barnabúð og tékka á svona snúningslaki og bumbubelti handa mér. Mig er alveg farið að vanta svoleiðis dótarí. Það er orðið frekar erfitt að snúa sér á nóttunni út af verkjum, en ég er samt með besta móti þessa dagana. Það mætti halda að hitinn gerði eitthvað gott fyrir mig þar sem ég er nánast verkjalaus í grindinni :) eða svona þá daga sem ég haga mér skikkanlega. Fann nú svolítið mikið til í gær enda var ég í marga klukkutíma að laga til og þrífa sem ég á bara ekki að gera en....
það var bara allt orðið svo hrikalega skítugt hérna hjá okkur og allt í drasli, enda hefur ekki verið tekinn fram skrúbbur eða ryksuga þessa hrikalega góðu blíðviðrisdaga.
Sjúkraþjálfarinn minn benti mér svo á það að prófa svona bumbubelti, það gæti stutt við lífbeinið og verkirnir þar kannski orðið minni. Sjáum til. Allt í lagi að prófa þetta. En í sambandi við snúningslakið að þá kannast enginn við það hér þannig að það er spurning hvort ég þurfi ekki bara að fá það sent frá Íslandi.
Segi þetta nóg í bili.
dú dú.

1 Comments:

  • At 11:25 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ elskurnar
    Þið ekkert smá heppin með þetta frábæra veður. En ég vorkenni ykkur nú smá á nóttunni. Man hvað mér leið illa í svona hita um nætur í fyrrasumar þegar veðrið var svona gott í Oisterwijk. En loksins skein sólin hjá okkur hér á Íslandi í morgun. Þetta er búið að vera frekar glatað veður. Ég hef meira að segja verið að hjóla í vetrardúnúlpunni minni. Vona svo sannarlega að sá tími sé nú liðinn. Varðandi snúningslakið þá held ég að það sé framleitt hér heima (held það!!). En slíkt lak er bara snilld og gjörsamlega NAUÐSYNLEGT í þínu ástandi.
    Auður (sem bjó í Rotterdam) fór í heimsókn til Hollands um daginn og get ég ekki sagt annað en að ég öfundaði hana mikið. Vildi svo sannarlega að ég gæti kíkt í heimsókn til ykkar.
    Kær kveðja, Alma :)

     

Skrifa ummæli

<< Home