MATARGATIÐ

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Brjálað að gera í dag.

Frekar merkilegur dagur í dag. Það er ekki oft sem það er svona mikið að gera. Tíminn flaug bara áfram og áður en ég vissi af var bara kominn kvöldmatur :) Góður dagur verð ég að segja.
Við Malín vöknuðum nú ekki fyrr en klukkan hálf níu. Ég var fljót að drífa okkur á fætur og skella cheeriosi í 2 skálar. Ægir var í ræktinni og ætlaði að koma við hér heima um kl níu til að láta okkur hafa bílinn. Ég hentist til og frá, tók mig til, tók til nesti og bleyjur í tösku handa Malín, smurði samlokur handa Ægi og skelti á mig maskara á meðan ég skóflaði í mig nokkrum cheerios skeiðum. Yfirleitt tekur það pínu tíma fyrir okkur mæðgur að koma okkur af stað en það var sko aldeilis ekki þannig í dag. Ægir kom rétt upp úr kl níu og þá vorum við bara alveg klárar. Keyrðum svo Ægi í vinnuna og brunuðum í ræktina. Ég skildi svo Malín eftir hjá Jolanda á meðan ég erindaðist aðeins. Fór t.d og pantaði tíma bæði fyrir Ægi og Malín hjá tannlækni. Það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur að skoða þá stuttu :)
Fór svo til heimilislæknisins og fékk uppáskrifaðan miða frá þeim um það að ég væri ófrísk og ætti von á mér 17 okt. Eitthvað sem Ægir þarf að senda tryggingastofnuninni heima. Fór svo niður í bæ og verslaði aðeins og svo dreif ég mig bara aftur i ræktina. þetta tók ekki nema rétt rúman klukkutíma :) en ef ég hefði verið með Malín með mér að þá hefðu þeir sennilega orðið tveir eða jafnvel þrír. Það er nefnielega ótrúlega seinlegt að þurfa að fara á marga staði með hana. Hún þarf nefnilega alltaf núorðið að fá að fara sjálf upp í bílstólinn og gera og helst spenna sig sjálf þannig að allt tekur frekar mikinn tíma. Ég sat svo hjá Jolanda örugglega í klukkutíma og drakk kaffi :) Malín var bara ekki alveg að nenna því að fara heim.
Drifum okkur svo loksins heim, rifum í okkur hádegismat og svo var það bara leikskólinn. Mætti með Malín þangað kl eitt. Ég sat bara í nokkrar mín. þarna og sagði svo bara við Malín að nú ætlaði ég að skreppa í búðina og hvort það væri ekki í lagi. Henni var nú bara drullusama, vinkaði bara í mig og gaf mér fingurkoss. Hélt svo bara áfram að leika við strákana í lestarleik :)
Ég fór svo í súpermarkaðinn og heim að laga aðeins til en svo þurfti ég bara að drífa mig að sækja Malín. Þessi tími er nú ansi fljótur að líða og ekki mikið hægt að gera á svona stuttum tíma. Ég var nú reyndar mætt þarna kortari áður en leikskólatíma lauk því ég var svo stressuð yfir þvi að hún væri kannski bara alveg spinnigal, en nei nei. Hún var þvílíkt glöð allan tímann og lék sér mjög mikið með krökkunum. Ég hélt kannski að hún yrði eitthvað lítil í sér þar sem hún náði ekkert að leggja sig í dag en nei nei. Hún var bara ekkert á því að koma heim. Vildi bara fá að vera lengur í leikskólanum :)
Við mæðgur drifum okkur svo heim og fórum að udnirbúa mat. Settum kjuklingabringur í frábæran lög sem samanstendur af:
grófkorna sinnepi
dion sinnepi
bbq sosu og olíu.
Frekar mikið jommi.
Þetta marineraðist í eina tvo tíma og svo þræddum við þetta upp á pinna og grilluðum. Höfðum svo grillaða cherry tómata, salat og kús kús.

Einar kom í mat til okkar (en hann var dobblaður hingað í smá púl :)
Ægir fékk hann með sér í það að bera nýja fataskápinn hennar Malínar upp á næastu hæð og eins brösuðu þeir í því að flytja skrifborð, tölvu og fleira drasl upp í ris. Nú á Malín að fara að fá nýtt herbergi og því verið að breyta öllu hér. Verst er hversu þröngt er að verða hjá okkur upp í risi :( það fer varla að verða pláss lengur fyrir gesti hérna hjá okkur.

En jæja
úfferípúff.
Minn er þreyttur.
Áfram Magni

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home