MATARGATIÐ

fimmtudagur, ágúst 24, 2006

Mig langar svoooo til sjúkraþjálfara heima.

Ég er búin að hitta sjúkraþjálfara hér núna í maaaaargar vikur núna út af þessu grindarveseni mínu. Mér finnast þessir tímar ekki alveg vera að rokka :( Væri svo mikið til í að fá meira út úr þeim. Held að ferðin þangað í morgun hafi nú bara gert ill verra þar sem ég þurfti að fara á hjólinu þangað. Það er nefnilega ekki svo auðvelt fyrir mig að hjóla lengur, bumban alltaf glerhörð og samdrættir nánast stanslaust. Nú hef ég heyrt að sjúkraþjálfarar hér séu mjög vinsælir og góðir og ég veit að þeir hafa verið vinsælir heima á Íslandi. En þessi kona er bara ekki að gera nóg fyrir mig. Ég leggst á aðra hliðina á bekk hjá henni og svo byrjar hún að nudda neðst á bakinu og þar er hún allan tímann. Fer aðeins til hliðar á þeirri hlið sem vísar upp en biður mig aldrei um að snúa mér yfir í hina hliðina. Svo segist hún ekkert geta hjálpað mér við þessum blessuðum lífbeinsverkjum, ég verði bara að láta mig hafa þá. Ég veit svo sum að það er ekki mikið hægt að gera við þeim, en hún Soffía sem nuddaði mig heima hjálpaði mér nú bara helling samt. Var mjög dugleg við að nudda innan á lærunum og svo fékk maður nudd alveg upp á axlir þannig að maður mýktist nú alveg helling. Ég var ekki eins stirð á eftir. Heima var ég líka bara á nærfötunum einum saman en hér er maður bara dúðaður þar sem þetta er svo oggopínulítið svæði sem hún juðast á. Í morgun minntist ég svo á það við hana að ég væri farin að fá sinadrætti í kálfana og nei nei, það er ekkert hægt að gera við því heldur. Ég er nú bara farin að halda það að hún nenni bara alls ekki að nudda mig. Bjóst kannski við því að hún myndi nudda þá og toga þá til en nei nei.
Ég þarf því bara að dobbla Ægi í að nudda þá oftar því mér finnst það virka mjög fínt. Það er ekkert smá sem maður verður aumur í þeim eftir svona sinadrátt. Ég er nú bara með þvílíku strengina í þeim í marga daga á eftir og svo má maður varla hreyfa sig því þá er maður alltaf alveg við það að fá svoleiðis aftur. Ekki spennandi.
Annars minntist ég aðeins á þetta við eina þarna í ræktinni áðan og hún sagði mér nú algjöran brandara. Vinkona hennar var víst svona og mamma hennar sagði henni að kaupa sér einhverja sápu sem heitir sun-lichgt soap. Þessa sápu (sem er ekki fljótandi) á maður svo að setja til fóta hjá sér undir lakið og á hún að koma í veg fyrir þetta leiðindar vandamál. Henni fannst þetta virka svona líka rosa vel :) Frekar mikið fyndið.

Hann Einir litli bróðir á afmæli í dag. Til lukku með það stubbur. 28 ára gamall sem mér finnst alveg hrikalega fyndið :)
Nú er hann staddur í sumarbústað á Illugastöðum með fjölskyldunni. Skemmtilegt það.
Meira síðar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home