MATARGATIÐ

laugardagur, nóvember 11, 2006

Annar í gallabuxum.

Ég er öll að koma til í skrokknum. Vei vei.
Get bara alveg staðið upprétt þó nokkuð lengi án þess að fá hrikalegan verk í bakið og mjaðmirnar. Ætla nú samt að hitta sjúkraþjálfarann í næstu viku og láta hana kíkja aðeins á mig. Þarf að láta hana tékka líka á vinstri hendi því hún er ekki alveg eins og hún á að vera. Læknirinn minn kíkti aðeins á hana í fyrradag þegar ég fór með stubbuna í skoðun og sagði að sennilega væru þetta klemdar taugar. Skemmtilegt.
En þar sem ég er orðin svona spræk í skrokknum að þá er ég ekki að nenna því að vera lengur bara í náttbuxum og ólettubuxum. Dreif mig því upp á loft í gær og náði mér í uppáhalds gallabuxurnar mínar og viti menn, ég kom þeim upp :)
Ég er nú samt ekkert rosa fín í þeim ennþá. Ég verð nú að viðurkenna það að þær eru ansi þröngar enda er ég rúmlega 5 kílóum þyngri núna heldur en ég var áður en ég varð ófrísk. En þau kíló verða nú ekki lengi að fara ef skottan mín verður áfram svona dugleg að súpa hjá mér :)
Annars er voða lítið títt hjá okkur. Það er varla að ég hafi farið út úr húsi alla vikuna. Malín var lasin um síðustu helgi og svo tók Stubbalína við og er hún búin að vera lasin síðan. Ekki alveg nógu gott ástand. Agalegt þegar þessi litlu grjón eru lasin. Maður getur svo lítið gert fyrir þau. Hún hefur sem betur fer verið hitalaus en er alltaf með rosa mikið kvef og svo hóstar hún ótrúlega mikið. Hún hefur líka verið að gubba nokkrum sinnum á dag og oftast þegar hún er nýbúin að drekka. Undanfarið hefur hún ekki verið að gubba mikilli mjólk heldur frekar miklu slími. Það virðist vera svo mikið kvef ofaní henni. Ég þorði nú ekki öðru en að fara með hana til læknis en hún sagði að það væri ekkert sem hægt væri að gera.
Það er alveg kominn tími á að þetta fari að lagast. Mig er farið að langa mikið til að fara í göngutúra með hana úti.

Það var voða gaman hjá okkur í gærkvöldi. Við buðum fólkinu sem á heima í hinum enda raðhússins í heimsókn til okkar. Þetta er fólk sem er aðeins eldra en við og eiga þau 3 stráka á aldrinum 2,5-6 ára held ég. Malín fannst ekki leiðinlegt að leika við strákana. Sýndi þeim allt smáfólkið sitt og kubbana.

Hjá okkur er orðið ansi kuldalegt. Hitinn ekki nema rétt um 10 gráður og þessar 10 gráður geta sko verið ansi mikið kaldar. Úffff.
Ég hljóp inn í 2 búðir niðri í bæ í gær seinnipartinn á meðan Ægir og stelpurnar biðu í bílnum og það var bara orðið ansi mikið jólalegt. O hvað þetta er skemmtilegur tími og mikið rosalega hlakka ég til að vera heima í desember :) jibbbí.
Það er búið að kveikja á hvítum jólaljósum í miðbæ um hérna, það var rökkvað úti og svo andaði maður að sér þvílíkt köldum vindi. Ekki margt sem toppar þetta :)

p.s
Ein vika í afmælið mitt :)
Er ekki einhver búinn að senda pakka? hmmmm?

1 Comments:

  • At 6:30 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ dúllu fjölskylda.
    Gaman að lesa um gallabuxurnar allt að gerast hjá þér til hamingju með það:)
    Ég er að fýla svona cammo lið í Hollandi svona nágranna sveiflur - ja allavega upp að vissu marki. En Eru Hollendingar svona oppnir eða hvað - ég hef nebblega grun um að Svíjar séu frekar lokaðir og ferkantaðir:)
    Til hamingju með afmælið eftir 4 daga - því miður er enginn pakki farin af stað til þín þú færð bara afmælissöng hérna í Svíþjóð án þess að heyra hann.
    Bæjó

     

Skrifa ummæli

<< Home