Skemmtilegasti tími ársins.
Jæja.
Þá er skemmtilegasti tími ársins að byrja að mínu mati en það er tími Eurovision :)
Keppnin síðasta laugardag heima á fróni lofaði samt ekki góðu verð ég að segja. Frekar mikið leiðinleg lög þar á ferð og sumir flytjendurnir hefðu betur átt að vera bara heima hjá sér og bora í nefið.
Ég nenni ekki að fara út í það að dæma hvert einasta lag núna enda allt of mikið að gera hjá mér.
Ég gaf mér þó tíma áðan til þess að hlusta á þau lög sem keppa n.k laugardag og eru þau mun betri en þau fyrstu. Flottast finnst mér lagið Segðu mér sem Trausti Bjarnason samdi, flytjandi er Jónsi. Þarna er líka eitt lag sem Eiríkur Hauks syngur sem mér finnst bara frekar flott og eins er lagið sem Friðrik Ómar syngur fínt. Það verður gaman næsta laugardag.
Svo bíður maður bara spenntur eftir að Sænska, Danska, Norska, Breska, Þýska og Belgíska keppnin fari af stað :) Ég er því miður orðin of sein fyrir Holland. Missti nú bara alveg af þeirri keppni...grát grát. En það er nú bara svona þegar maður kveikir varla á sjónvarpinu í heilan mánuð.
Þá er skemmtilegasti tími ársins að byrja að mínu mati en það er tími Eurovision :)
Keppnin síðasta laugardag heima á fróni lofaði samt ekki góðu verð ég að segja. Frekar mikið leiðinleg lög þar á ferð og sumir flytjendurnir hefðu betur átt að vera bara heima hjá sér og bora í nefið.
Ég nenni ekki að fara út í það að dæma hvert einasta lag núna enda allt of mikið að gera hjá mér.
Ég gaf mér þó tíma áðan til þess að hlusta á þau lög sem keppa n.k laugardag og eru þau mun betri en þau fyrstu. Flottast finnst mér lagið Segðu mér sem Trausti Bjarnason samdi, flytjandi er Jónsi. Þarna er líka eitt lag sem Eiríkur Hauks syngur sem mér finnst bara frekar flott og eins er lagið sem Friðrik Ómar syngur fínt. Það verður gaman næsta laugardag.
Svo bíður maður bara spenntur eftir að Sænska, Danska, Norska, Breska, Þýska og Belgíska keppnin fari af stað :) Ég er því miður orðin of sein fyrir Holland. Missti nú bara alveg af þeirri keppni...grát grát. En það er nú bara svona þegar maður kveikir varla á sjónvarpinu í heilan mánuð.
3 Comments:
At 7:22 e.h., Nafnlaus said…
Ertu ekki að grínast ??? Bregðast nú krosstré sem önnur tré. Ekki hélt ég að þetta gæti komið fyrir þig mín kæra systir. Að missa af heilli Eurovisionkeppni!!!. Ég er mjög hress með það að næsti laugardagur verði betri en sá síðasti. Ég frétti af einni 8 ára sem var búin að hlakka þvílíkt til og fór svo bara að gráta af svekkelsi yfir því hvað þetta var leiðinlegt. Hrikalegt ástand :)
Kveðja Linda
At 7:41 e.h., Nafnlaus said…
Hæ skvís!
Sammála þér, finnst geggjað að fylgjast með Eurovision, en kemst ekki með tærnar greinilega þar sem þú ert með hælana í Eurovision Fan club! hehe... Sammála þér með síðasta laugardag... HREIN HÖRMUNG!! Ef söngvararnir voru ekki FALSKIR þá voru lögin FÖLSK... Dííí vona að næsti laugardagur verði nú betri... eða allavega krossa ég putta fyrir því maður!!! Bið að heilsa familien
kv. Jóhanna
At 1:56 e.h., Nafnlaus said…
Ha saeta min. Ja mikid er eg sammala ter - bara Glatad. Heyrdu annars var eg ad svara ter a blogginu minu. Heyrumst
Skrifa ummæli
<< Home