MATARGATIÐ

fimmtudagur, desember 07, 2006

Alvaran byrjar þann sjöunda.

Ég fór í morgun að hitta eina konu í Hollensku skólanum. Hún bauð mér að byrja svona pappírslega séð í skólanum í dag. Málið er að skólagjöldin eru að hækka rosalega mikið eftir áramót og með þessu móti spara ég mér margar evrur sem er bara gott mál. Almennileg kerlingin að bjóða mér þetta.
Kennsla byrjar miðvikudaginn 7 janúar sem er bara gaman. Ég verð bara rétt komin út aftur eftir jólafrí. Það sem mér líst svona ekki alveg jafn vel á er að ég er að byrja í bekk með fólki sem er búið að vera í Hollensku síðan í september :(
Ég fékk með mér bókina sem þau eru búin að vera að læra til að kíkja í. Ekki vill maður koma alveg af fjöllum þegar maður mætir í fyrsta tímann.
Ég er nú svo heppin að hafa fínan kennara með mér í jólafríið. Ægir er orðinn svo helv. sleipur í þessu. Hann á örugglega ekki í neinum vandræðum með að hjálpa nörrabínunni sinni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home