MATARGATIÐ

þriðjudagur, desember 19, 2006

Ísland

Við erum mætt til landsins.
Stoppuðum aðeins fyrir sunnan en náðum að sjálfsögðu ekki að hitta alla sem okkur langaði til. En svona er þetta bara alltaf.
Erum búin að vera fyrir norðan í rétt tæpa viku núna. Höfum ekki gert mikið ennþá. Ægir er búinn að vera að vinna en þetta er vonandi síðasti dagurinn hjá honum núna í dag.

Við erum búin að bjóða nokkrum vinnufélögum(ég tala nú alltaf um vinnufélaga mína þó að það séu 3 ár síðan ég var að vinna hjá TölvuMyndum) heim til mömmu í kvöld í glögg og piparkökur. Það verður voða gaman að hittast og spjalla aðeins. Ljómandi gott að geta hóað svona mörgum saman þar sem við getum með engu móti heimsótt allt þetta skemmtilega fólk.

Það styttist óðum í jólin. Ekki nema örfáir dagar til stefnu. Ég er samt ótrúlega lítið stressuð. Á eftir að prenta út jólabréfið og senda það, pakka inn öllum jólagjöfunum, kaupa 2 gjafir í viðbót og skreyta piparkökur.

Ég er alveg ferlega fúl með þetta veður hérna. Það var æðislegt veður hér um helgina, hrikalega mikið frost, fullt af snjó og logn. Ekta svona jóla-áramótaveður. En því miður hefur veðrið verið ferlega leiðinlegt undanfarna 2 daga þannig að nú er bara ekkert jólalegt lengur. Hér hefur verið rok, rygning og hiti. Snjórinn er þvi nánast alveg farinn og ekkert nema svell eftir og því ekki beint jólalegt.
:( Ætli það verði því ekki rauð jól í ár eins og í fyrra.
Frekar pirrandi.

1 Comments:

  • At 10:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jæja skvís eins og þú tókst eftir þá kom ég ekki norður umjólin.. enn var að ´spá í ég er agalega forvitin að vita hvað stubbalðína var skírð hmmm tell me :O)

     

Skrifa ummæli

<< Home