Helgin
Helgin var mjög fín.
Ægir kom heim frá Noregi seint á föstudagskvöldið sem var nú ekki slæmt.
Á laugardagsmorguninn fórum við í Ikea og vorum þar í nokkra tíma. Keyptum okkur fullt af drasli og dótaríi gaman gaman. Fengum okkur nýtt sófaborð, nýja risastóra vegghillu sem er komin upp í stofunni hjá okkur, rauðan lampa, stróra kommóðu í svefnherbergið okkar, og aðra rosa flotta rauða kommóðu sem við erum búin að setja upp á bað og ýmislegt annað smádót.
Ægir og Malín fóru svo á Indónesískan stað sem heitri Rasa Senang og sóttu mat handa okkur. Keyptum nokkra rétti sem voru ætlaðir fyrir 2 manneskjur en ó nei. Við hefðum sko getað boðið mörgum með okkur. Allt alveg svakalega gott og mikið jommí. Horfðum á lögin sem keppa til úrslita í euró með öðru auganu og spiluðum Meistarann í fyrsta skiptið. Þetta er nú ljóta spilið. Ótrúlega fáránlegt allt saman og leiðbeiningarnar alveg út úr Q. Þegar við gáfumst upp að þá var Ægir hálfnaður en ég var stödd á fyrsta reit :(
Við erum miklir aðdáendur 24 þáttana og höfum beðið spennt eftir nýju seríunni.
Ég hef bara ekki tímt því að byrja á þeim aftur og hef bara verið að safna. Mér finnst nefnilega alveg óþolandi að geta ekki séð fleiri en einn þátt í einu og alveg ömurlegt að þurfa að bíða í heila viku eftir næsta þætti. Á laugardagskvöldið freistaðist ég til að horfa á þátt 1 og ji minn eini. Ég steinsofnaði svona og missti af hálfum þættinum :(
Það er nú ekki oft sem það gerist að ég sofni yfir imbanum. Mér finnst því hálf lummulegt að það hafi gerst akkúrat þarna.
Gærdagurinn var laga til-þrifdagur. Var byrjuð að laga til upp á annari hæð hjá mér upp úr klukkan níu. Ætlaði nú bara að hespa þetta af svona eitt, tveir og tíu. Vera búin fyrir hádegi og geta þá gert eitthvað sniðugt. En ohh hvað maður er lélegur að áætla tímann. Eftir þrjá tíma var ég varla byrjuð að þrífa heldur BARA búin að laga til. Þetta tekur nú bara allt of mikinn tíma hjá manni.
Ég ætlaði líka að skella í eina ostatertu svona á tíu mín. en það tók aðeins lengri tíma líka. Ægir setti upp fínu hilluna okkar og ég er bara alsæl. Stofan bara allt önnur og það var bara virkilega fínt hjá okkur í gær :)
Raggi vinur hans Ægis sem býr í Hafnarfirðinum heimsótti okkur svo og borðaði með okkur. Alltaf gaman að fá gesti. Þegar ég sagði Malín frá því í gær að hann væri að fara að koma, að þá varð mín ekki lítið kát. Finnst fátt skemmtilegra en að hitta eitthvað annað fólk heldur en mömmu og pabba. Ein algengasta setningin á þessu heimili er:
Mamma. Mig langar að fá gesti :)
Ægir kom heim frá Noregi seint á föstudagskvöldið sem var nú ekki slæmt.
Á laugardagsmorguninn fórum við í Ikea og vorum þar í nokkra tíma. Keyptum okkur fullt af drasli og dótaríi gaman gaman. Fengum okkur nýtt sófaborð, nýja risastóra vegghillu sem er komin upp í stofunni hjá okkur, rauðan lampa, stróra kommóðu í svefnherbergið okkar, og aðra rosa flotta rauða kommóðu sem við erum búin að setja upp á bað og ýmislegt annað smádót.
Ægir og Malín fóru svo á Indónesískan stað sem heitri Rasa Senang og sóttu mat handa okkur. Keyptum nokkra rétti sem voru ætlaðir fyrir 2 manneskjur en ó nei. Við hefðum sko getað boðið mörgum með okkur. Allt alveg svakalega gott og mikið jommí. Horfðum á lögin sem keppa til úrslita í euró með öðru auganu og spiluðum Meistarann í fyrsta skiptið. Þetta er nú ljóta spilið. Ótrúlega fáránlegt allt saman og leiðbeiningarnar alveg út úr Q. Þegar við gáfumst upp að þá var Ægir hálfnaður en ég var stödd á fyrsta reit :(
Við erum miklir aðdáendur 24 þáttana og höfum beðið spennt eftir nýju seríunni.
Ég hef bara ekki tímt því að byrja á þeim aftur og hef bara verið að safna. Mér finnst nefnilega alveg óþolandi að geta ekki séð fleiri en einn þátt í einu og alveg ömurlegt að þurfa að bíða í heila viku eftir næsta þætti. Á laugardagskvöldið freistaðist ég til að horfa á þátt 1 og ji minn eini. Ég steinsofnaði svona og missti af hálfum þættinum :(
Það er nú ekki oft sem það gerist að ég sofni yfir imbanum. Mér finnst því hálf lummulegt að það hafi gerst akkúrat þarna.
Gærdagurinn var laga til-þrifdagur. Var byrjuð að laga til upp á annari hæð hjá mér upp úr klukkan níu. Ætlaði nú bara að hespa þetta af svona eitt, tveir og tíu. Vera búin fyrir hádegi og geta þá gert eitthvað sniðugt. En ohh hvað maður er lélegur að áætla tímann. Eftir þrjá tíma var ég varla byrjuð að þrífa heldur BARA búin að laga til. Þetta tekur nú bara allt of mikinn tíma hjá manni.
Ég ætlaði líka að skella í eina ostatertu svona á tíu mín. en það tók aðeins lengri tíma líka. Ægir setti upp fínu hilluna okkar og ég er bara alsæl. Stofan bara allt önnur og það var bara virkilega fínt hjá okkur í gær :)
Raggi vinur hans Ægis sem býr í Hafnarfirðinum heimsótti okkur svo og borðaði með okkur. Alltaf gaman að fá gesti. Þegar ég sagði Malín frá því í gær að hann væri að fara að koma, að þá varð mín ekki lítið kát. Finnst fátt skemmtilegra en að hitta eitthvað annað fólk heldur en mömmu og pabba. Ein algengasta setningin á þessu heimili er:
Mamma. Mig langar að fá gesti :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home