MATARGATIÐ

föstudagur, febrúar 02, 2007

Frekar sauðaleg.

Ég skutlaði Malín í leikskólann sinn rétt fyrir klukkan níu. Dreif mig svo í kjörbúð niðri í bæ til að versla eitt og annað. Var búin að fylla körfuna af allskonar gúmmilaði, búin að setja allt upp á bandið og farin að taka við því hinum megin og setja í poka þegar ég (mér til mikillar skelfingar) fatta það að ég er ekki með debetkortið mitt með mér. Arg...
Ég var ekki lítið fúl út í mig. Ég dreif mig því út í bíl aftur allslaus eða svona næstum því, var auðvitað með Emmu mína með mér og brunaði heim. Fann kortið mitt svo í skólatöskunni minni og brunaði aftur niður í bæ, borgaði fyrir vörurnar og fór aftur heim. Þarma var
ég búin að tapa miklum tíma. Ætlaði að vera svaka dugleg að læra en það varð nú ekkert úr því. Ég hafði ekki nema klukkutíma til stefnu áður en ég þurfti að bruna af stað til að sækja Malín aftur þannig að ég bara sleppti því. Ég ákvað nú bara frekar að laga aðeins til en það veitti nú ekki af því eftir stresskast dagsins.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home