MATARGATIÐ

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Matarboð í Moergestel.

Ég er aðeins byrjuð að kynnast konunum í skólanum. Þó aðalega 2 stelpum. Ég kannaðist reyndar við aðra þeirra þó nokkuð áður en ég byrjaði þar sem ég hef hitt hana oft í sportinu. Sú heitir Joanne og er frá Bretlandi. Hin stelpan heitir Thatsanee og er frá Tælandi en hún býr í Moergestel sem er lítill bær í 10 mín. fjarlægð. Thatsanee bauð sem sagt mér og Joanne heim til sín í þvílíkar kræsingar fyrr í vikunni. Hún eldaði 3 svaka góða og frekar bragðmikla rétti sem smökkuðust einstaklega vel en sem betur fer var mikið af hrísgrjónum með sem bjargaði manni alveg. Þetta var svooo hot hot hot enda þvílíka chillíið og piprarnir í þessu. Hún reyndi nú samt að hafa þetta í daufara kantinum sagði hún :)
Hún sendi okkur svo heim með afganga þar sem hún vildi ólm láta mennina okkar smakka.
Við erum svo búnar að plana hitting aftur eftir tæpar 2 vikur hérna heima hjá mér en þá ætlum við að hafa svona stelpu bjútíkvöld. Það verður erfitt að toppa matinn hennar. Ég veit bara ekkert hvað ég á að bjóða þeim uppá. Verst að eiga ekki slátur eða svið.

2 Comments:

  • At 12:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Það þyrfti að vera hægt að bjóða upp á hákarl og harðfisk :)

     
  • At 6:24 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Frábært að þú sért að kynnast einhverjum. Hljómar ekkert smá vel svona matarveisla..namm
    Alma :)

     

Skrifa ummæli

<< Home