MATARGATIÐ

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Sauður Sveppason

Þetta nafn passar ágætlega við mig. Ég veit að ég er nú ekki normal, en nú blöskrar mér nú alveg á sjálfri mér. Sauðahátturinn og nörraskapurinn er alveg að gera út af við mig.
Það er nú ekki langt síðan ég lenti í veseni í einni búð hérna niðir í bæ þar sem ég gleymdi debetkkortinu mínu heima. Mér finnst nú eiginlega nóg að svona gerist bara einu sinni á ári en nei nei. Ég er búin að lenda í veseni (bara út af sauðaskap) 3x á nokkrum dögum. Um síðustu helgi fór ég í búð og verslaði eitt og annað í matinn. Þetta var rétt fyrir lokun og því mikið að gera. Ég var búin að setja allar vörurnar upp á bandið og var næst í röðinni þegar ég fatta það að veskið mitt var út í bíl. Ég (í þvílíka stresskastinu) flýti mér eins og ég get að ferja vörurnar aftur ofaní körfu og þarf svo að troðast með hana framhjá öllum sem eru í röðinni, skilja hana svo eftir á gólfinu og hlaupa út í bíl til að sækja veskið. Ég náði sem betur fer aftur inn fyirir lokun en það munaði nú ekki miklu.

Og svo..
Eftir að hafa skutlað Malín í leikskólann að þá ætlaði ég að skjótast í smá bæjarferð með Emmu sem ég jú gerði. Var búin að finna mér þetta fína stæði niðri í bæ, búin að borga í stöðumæli og fá svona miða til að leggja í gluggann, taka vagninn út úr bílun (eða grindina af vagninum) þegar ég fatta það að mig vantar einn hlut á grindina til þess að geta sett bílstólinn beint ofaná. Ég þarf því að bruna heim til að sækja það áður en ég gat rölt um bæinn.
Það er BARA leiðinlegt að lenda í svona veseni. Þarna var ég búin að tapa einum 45 mín. í rugl og ekki nema klukkutími og korter þangað til ég átti að sækja Malín aftur.
Hvernig væri nú aðeins að slappa af og anda rólega. Hvaðan ætli ég bara hafi þessa vitleysu?

2 Comments:

  • At 12:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ég bara skil þetta ekki... aldrei kemur svona fyrir mig :)

     
  • At 6:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    æji...þetta kemur nú fyrir alla (er það ekki annars :)

     

Skrifa ummæli

<< Home