Grasekkjan ég.
Það hefur verið lítið um blogg hjá mér undanfarið. Bilað að gera frá því við komum heim úr jólafríinu. Ægir er búinn að vera meira og minna í Noregi að vinna og ég sé fram á að hann verði þar eitthvað í hverri viku næsta mánuðinn :( . Tengdamamma var hérna hjá okkur í 3 vikur en fór heim um síðustu helgi. Ég er því ein í kotinu með dúllurnar mínar. Ég geri lítið annað en að sinna þeim, fara í skólann, þvo þvott og elda mat. Ekki mikill tími til að læra heima eða skúra og skrúbba. Ég komst vel á skrið í lærdómnum á meðan Guðrún var hérna en svo er ég bara alveg strand núna. Kemst bara ekkert áfram. Þar sem ég er með athyglisbrest á háu stigi og sauðahátturinn fer alveg með mig oft á tíðum að þá kem ég ekki miklu í verk. Það liggur nú við að ég geti ekki einu sinni lært þegar ég er með kveikt á útvarpinu. Agalegur auli.
Hætt að kvarta í bili.
Stubban sefur eins og er þannig að ég get kannski lært í einar 10 eða 15 mín. Annars er hún mjög nösk á það að vakna um leið og skólabækurnar opnast.
Meira síðar.
Hætt að kvarta í bili.
Stubban sefur eins og er þannig að ég get kannski lært í einar 10 eða 15 mín. Annars er hún mjög nösk á það að vakna um leið og skólabækurnar opnast.
Meira síðar.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home