MATARGATIÐ

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Stærri froskurinn minn var með mikinn brandara í gær. Ég átti virkilega bágt með mig á meðan á þessu stóð enda hrikalega fyndið. Eftir að hún var búin að háma í sig 2 perur að þá fór hún eitthvað að dunda sér með smá flus sem eftir var. Eftir svolitla stund spyr ég hana hvar flusið sé og þá brosir hún sínu breiðasta og bendir á nefið á sér. Ég er nú varla að trúa henni en kíki samt þarna upp og sé ég þá stærðar flus þarna uppi. Ég stressast öll upp og segi við hana að hún megi alls ekki sjúga upp í nefið og að sjálfsögðu er það það fyrsta sem hún gerir. Flusið fer því ennþá lengra upp í nefið og flest þar út þannig að önnur nösin er alveg blokkeruð. Ég læt hana leggjast niður og næ í augnabrúnaplokkarann minn sem nær draslinu út aftur.
En úff púff...þvílíkur froskaskapur í sumum :)

4 Comments:

  • At 11:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hehehe alveg er þetta nú líkt þér og þínu fólki að gera svona lagað:)

     
  • At 10:49 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hvað er flus?
    Er þetta kannski norðlenska :)
    kveðja,
    Alma :)

     
  • At 12:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Dííí hvað ég hefði panicað... úff Litla skottan að prakkarast!!
    Leitt að þið séuð ekki á landinu, en allavega ætla ég samt að bjóða ykkur í afmæliskaffi hjá stráknum á morgun ;) he he ;) Þetta líður hratt maður, 3 ára grísinn minn maður!! úff!
    Bið að heilsa í kotið

     
  • At 3:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hehe algjör dúlla:) Ég var reyndar að vinna með einni stelpu og dóttir hennar hafði sett tyggjó uppí nefið á sér og það fattaðist ekki fyrr en eftir marga daga þegar foreldrarnir voru að kafna úr andfýlu af barninu:) Þá fór pabbinn að skoða hana þar sem hann er læknir og fann þá þessa fínu klessu uppí nefinu á henni.
    Yndisleg þessi börn

     

Skrifa ummæli

<< Home