MATARGATIÐ

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Veik en samt ekki.

Heilsan ekki skemmtileg þessa dagana.
Ég get nú ekki sagt að ég sé veik, bara svona drulluslöpp eitthvað :( frekar pirrandi.
Pínu hálsbólga, kitl í hálsi, kvef og leiðindar hósti.

Annars er nú stubban meira slöpp en ég.
Fékk hita og illt í magann eftir sprauturnar tvær í gær :(
Þetta er í fyrsta sinn sem hún verður slöpp. Þar sem Ægir er í Noregi að vinna ( eins og svo oft áður) varð ég að skilja hana eftir hjá nágranakonu minni. Var því bara í burtu í 2 tíma frá henni og fannst það nú alveg nóg. Ekki lærði ég nú mikið á þessum 2 tímum. Hefði alveg getað verið bara heima. Ég opnaði ekki bók í dag. Fyrsti klukkutíminn fór í kjaftagang og sá næsti í að borða köku og drekka kakó. 2 í bekknum voru að útskrifast og var því fínarí í boði af því tilefni.

4 Comments:

  • At 10:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Æ greyið litla, vonandi verður hún fljót að jafna sig.
    Er ekki bara næsta að þið flytjið til Noregs;) það væri nú bara fín hugmynd - tja já eða?

     
  • At 2:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hey hon!

    Ömurlegt þegar þessi litlu kríli verða lasin... úff! Ég er sjálf að berjast við þessa hálsbólgu, kvef og hósta... Er búin að hósta núna í rúma viku og þetta er ekki orðið neitt grín... maður er drullu lengi að ná þessu úr sér... :(
    Gangi ykkur vel ;)

     
  • At 1:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Til hamingju með ANDY TAYLOR darling;) Bið að heilsa þér:)

     
  • At 2:49 e.h., Blogger Dagný said…

    Takk dúllan mín og sömuleiðis bara :)
    Mér var einmitt hugsað til hans í morgun þegar ég sat á klósettinu. Er ennþá með Duran 2006 dagatalið mitt upp á vegg þar. Spurning um að drífa sig að endurnýja. Get bara ekki ákveðið mig hvort það verði annað Duran eða bara Take That dagatal þetta árið. Þeir eru að standa sig svo obbolega vel strákarnir :)
    Unnu Brit verðlaun fyrir bestu smáskífuna núna um daginn. Gaman að því.

     

Skrifa ummæli

<< Home