Stiklað á stóru.
Það er naumast að maður er upptekinn. Ekkert blogg í fleiri vikur.
Margt og mikið búið að gerast síðan síðast.
Fór heim til Íslands í 2 vikur. Gisti hjá múttu minni sem var frábært.
Fórum í frábært brúðkaup hjá Rúnari (bróðir Ægis) og Brynhildi 7 apríl.
Svo var það heim til Hollands aftur á páskadag og komu tengdó með okkur.
Veðrið síðan þá búið að vera magnað eða rúmar 20 gráður og sól alla daga. Í gær og í fyrradag fór hitinn svo upp í 25 og alveg upp í 30 gráður sem er BARA YNDISLEGT. Klukkan 9 í morgun var hitinn svo kominn í 16 gráður, núna er hitinn 25 og varla komið hádegi þannig að það verður kannski bara slegið nýtt hitamet í dag.
Leifur og Guðrún drifu sig með stelpurnar í göngutúr þannig að við Ægir sitjum úti í sólinni og erum að læra bæði tvö. Eða ég er í smá pásu núna svona rétt aðeins á meðan ég blogga í pínu stund.
Fórum til Brugge í Belgíu í gær og eyddum deginum þar. Frábært borg og bara falleg.
Erum varla búin að vera inni í húsi undanfarið. Búin að þvælast mikið um, sitja á kaffihúsum bæjarinns og grilla úti í garði allskonar gúmmilaði :)
Við uppgvötuðum nýjan stað í fyrradag sem er hérna inn í skógi. Frekar mikið flottur. Þarna gat Malín leikið sér í hinum ýmsu leiktækujum á meðan við fullorðna fólkið sötruðum eitthvað létt og gúffuðum í okkur snarli. Þarna eru líka ótrúlega sæt dýr. M.a pínu litlir kiðlingar sem eru svo til í að láta klappa sér og knúsa.
Stefnan er tekin á þennan stað núna rétt á eftir aftur. Yndislegt :)
Ægir verður mikið á farandsfæti á næstunni. Fer til Íslands í næstu viku eða þarnæstu og verður sennilega í heila viku og svo þarf hann að fara aftur 2 vikum síðar.
Ég er svo heppin að eiga svo frábæra tengdaforeldra. Hún Guðrún tengdamóðir mín ætlar nú bara að redda mér eina ferðina enn :) Hún ætlar bara að fresta för sinni heim og vera lengur hjá okkur. Leifur fer því einn heim á þriðjudaginn kemur.
Ekki slæmt að hafa ráðskonu til að auðvelda sér lífið og stitta sér stundirnar :)
Ein drullufúl frétt í lokin.
Ofnæmið er komið aftur GRENJ GRENJJJJ.
Var að vona að ég þetta hefði bara verið svona óléttufrjókornaofnæmi þarna í fyrrasumar en nei nei..þetta virðist vera komið til að vera. Mig bara klæjar þvílíkt í eyrum, augum, nefi og hálsi og tárast og hnerra stanslasut :(
Verð að láta mér duga þetta bévítans nefsprey sem ég fékk í fyrra. Má sennilega ekki taka neitt af þessu pilludrasli þar sem það er ekki gott fyrir Emmu búbbisúpilínu að fá þetta í gegnum mjólkina.
Hætt í bili.
Gæti haldið endalaust áfram en það bíður betri tíma.
Verð að drattast í lærdóminn aftur og svo er það bara afslöppun í sólinni á eftir...júbbí.
Úbb..
var næstum búin að gleyma.
Það verður sennilega ekki mjög leiðinlegt hjá okkur skötuhjúum í kvöld. Eigum borð á Linnen :)
Margt og mikið búið að gerast síðan síðast.
Fór heim til Íslands í 2 vikur. Gisti hjá múttu minni sem var frábært.
Fórum í frábært brúðkaup hjá Rúnari (bróðir Ægis) og Brynhildi 7 apríl.
Svo var það heim til Hollands aftur á páskadag og komu tengdó með okkur.
Veðrið síðan þá búið að vera magnað eða rúmar 20 gráður og sól alla daga. Í gær og í fyrradag fór hitinn svo upp í 25 og alveg upp í 30 gráður sem er BARA YNDISLEGT. Klukkan 9 í morgun var hitinn svo kominn í 16 gráður, núna er hitinn 25 og varla komið hádegi þannig að það verður kannski bara slegið nýtt hitamet í dag.
Leifur og Guðrún drifu sig með stelpurnar í göngutúr þannig að við Ægir sitjum úti í sólinni og erum að læra bæði tvö. Eða ég er í smá pásu núna svona rétt aðeins á meðan ég blogga í pínu stund.
Fórum til Brugge í Belgíu í gær og eyddum deginum þar. Frábært borg og bara falleg.
Erum varla búin að vera inni í húsi undanfarið. Búin að þvælast mikið um, sitja á kaffihúsum bæjarinns og grilla úti í garði allskonar gúmmilaði :)
Við uppgvötuðum nýjan stað í fyrradag sem er hérna inn í skógi. Frekar mikið flottur. Þarna gat Malín leikið sér í hinum ýmsu leiktækujum á meðan við fullorðna fólkið sötruðum eitthvað létt og gúffuðum í okkur snarli. Þarna eru líka ótrúlega sæt dýr. M.a pínu litlir kiðlingar sem eru svo til í að láta klappa sér og knúsa.
Stefnan er tekin á þennan stað núna rétt á eftir aftur. Yndislegt :)
Ægir verður mikið á farandsfæti á næstunni. Fer til Íslands í næstu viku eða þarnæstu og verður sennilega í heila viku og svo þarf hann að fara aftur 2 vikum síðar.
Ég er svo heppin að eiga svo frábæra tengdaforeldra. Hún Guðrún tengdamóðir mín ætlar nú bara að redda mér eina ferðina enn :) Hún ætlar bara að fresta för sinni heim og vera lengur hjá okkur. Leifur fer því einn heim á þriðjudaginn kemur.
Ekki slæmt að hafa ráðskonu til að auðvelda sér lífið og stitta sér stundirnar :)
Ein drullufúl frétt í lokin.
Ofnæmið er komið aftur GRENJ GRENJJJJ.
Var að vona að ég þetta hefði bara verið svona óléttufrjókornaofnæmi þarna í fyrrasumar en nei nei..þetta virðist vera komið til að vera. Mig bara klæjar þvílíkt í eyrum, augum, nefi og hálsi og tárast og hnerra stanslasut :(
Verð að láta mér duga þetta bévítans nefsprey sem ég fékk í fyrra. Má sennilega ekki taka neitt af þessu pilludrasli þar sem það er ekki gott fyrir Emmu búbbisúpilínu að fá þetta í gegnum mjólkina.
Hætt í bili.
Gæti haldið endalaust áfram en það bíður betri tíma.
Verð að drattast í lærdóminn aftur og svo er það bara afslöppun í sólinni á eftir...júbbí.
Úbb..
var næstum búin að gleyma.
Það verður sennilega ekki mjög leiðinlegt hjá okkur skötuhjúum í kvöld. Eigum borð á Linnen :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home