Akureyrarvaka og fleira skemmtilegt á Íslandi
Skemmtileg helgi að baki. Linda systir mín og strákarnir hennar komu norður á föstudaginn. Eyddum helginni saman meira og minna ásamt Eini bróður, fjölskyldunni hans ásamt mömmu. Mikið borðað og gantast.
Ég, mamma og Malín röltum um bæinn eftir hádegi á laugardaginn. Mikil dagskrá í gangi enda Akureyrarvaka sem er svona svipuð og Menningarnóttin fyrir sunnan. Veðrið var ekki upp á marga fiskana því miður. Vorum alveg að krókna úr kulda. Fúlt þar sem veðrið er búið að vera æðislegt undanfarna daga og er enn. Okkur leist nú eki á fyrst um sinn þar sem það var varla kjaftur í bænum. Fórum inn á Bláu könnuna og fengum okkur heitt kaffi til að reyna að hlýja okkur aðeins. Það dugði nú skammt. Fjörið byrjaði svo þegar við fórum að kíkja á atburðina sem voru í boði upp í gilinu. Kíktum á allar sýningar sem voru í boði voru. Þær voru nú ansi misjafnar eins og við er að búast. Ég var ansi fúl með það að Georg Guðni er nýbúinn að vera með sýningu hérna en því miður var hún hætt. Hann er án efa uppáhalds málarinn minn.
Við borðuðum svo öll saman heima hjá mömmu og eftir matinn heimsóttum við Ægir vinafólk okkar þau Heiðu og Zippó en þau búa beint á móti húsinu okkar í Helgamagrastrætinu. Þau eru svo mikið matarfólk (eins og við :) ) að þau voru ennþá að bralla í matargerð þegar við mættum þannig að við fengum að smakka aðeins hjá þeim líka. Bara gott. Röltum svo niður í bæ og hlustuðum á Leonard Cohen tónleika. Reyndar ekki hinn eini sanni en það var bara voða gaman. Kíktum aðeins inn á Cafe Karólínu en vorum svo mætt í ból um kl tvö.
Á sunnudaginn fórum við í berjamó til hennar Gunnu á Hallandi en Halland er staðsett upp í fjallinu sem er beint á móti Akureyri. Frekar mikið fallegt útsýni þar. Veðrið var geggjað. Um 20 gráður og sól.
Í gærkvöldi drifum við Ægir okkur í bíó en það gerist nú ekki oft. Ætli ég sé ekki búin að fara svona 4 x í bíó á síðustu 3 árum.
Við fórum að sjá Íslensku myndina Astrópíu. Mæli með henni. Mjög skemmtileg, fyndin og leikararnir stóðu sig mjög vel.
Ég, mamma og Malín röltum um bæinn eftir hádegi á laugardaginn. Mikil dagskrá í gangi enda Akureyrarvaka sem er svona svipuð og Menningarnóttin fyrir sunnan. Veðrið var ekki upp á marga fiskana því miður. Vorum alveg að krókna úr kulda. Fúlt þar sem veðrið er búið að vera æðislegt undanfarna daga og er enn. Okkur leist nú eki á fyrst um sinn þar sem það var varla kjaftur í bænum. Fórum inn á Bláu könnuna og fengum okkur heitt kaffi til að reyna að hlýja okkur aðeins. Það dugði nú skammt. Fjörið byrjaði svo þegar við fórum að kíkja á atburðina sem voru í boði upp í gilinu. Kíktum á allar sýningar sem voru í boði voru. Þær voru nú ansi misjafnar eins og við er að búast. Ég var ansi fúl með það að Georg Guðni er nýbúinn að vera með sýningu hérna en því miður var hún hætt. Hann er án efa uppáhalds málarinn minn.
Við borðuðum svo öll saman heima hjá mömmu og eftir matinn heimsóttum við Ægir vinafólk okkar þau Heiðu og Zippó en þau búa beint á móti húsinu okkar í Helgamagrastrætinu. Þau eru svo mikið matarfólk (eins og við :) ) að þau voru ennþá að bralla í matargerð þegar við mættum þannig að við fengum að smakka aðeins hjá þeim líka. Bara gott. Röltum svo niður í bæ og hlustuðum á Leonard Cohen tónleika. Reyndar ekki hinn eini sanni en það var bara voða gaman. Kíktum aðeins inn á Cafe Karólínu en vorum svo mætt í ból um kl tvö.
Á sunnudaginn fórum við í berjamó til hennar Gunnu á Hallandi en Halland er staðsett upp í fjallinu sem er beint á móti Akureyri. Frekar mikið fallegt útsýni þar. Veðrið var geggjað. Um 20 gráður og sól.
Í gærkvöldi drifum við Ægir okkur í bíó en það gerist nú ekki oft. Ætli ég sé ekki búin að fara svona 4 x í bíó á síðustu 3 árum.
Við fórum að sjá Íslensku myndina Astrópíu. Mæli með henni. Mjög skemmtileg, fyndin og leikararnir stóðu sig mjög vel.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home