Ísland á laugardaginn :)
Músin tók þessa mynd af okkur mæðgum í gær. Alltaf skal ég klæða okkur ALLT of vel. Í gær voru um 16 eða 18 gráður og sólin skein skært. Ég dreif mig samt í mína fjalla lopapeysu og var nær dauða en lífi á röltinu. Það var mikið stuð og margir á röltinu sem við könnumst við og því kunni ég ekki við að fara úr henni og vera á bolnum einum saman. Hann var nefnilega svo hrikalega skítugur. Það voru sko ekki ein eða tvær bananaklessur á honum heldur svona 2/3 af banana. Jæks.
En...
Við erum sem sé að fara til Íslands á laguardaginn og stoppum í 2 vikur. Ægir verður að vinna en við mæðgur bara eitthvað að spóka okkur.
Bókuðum ferðina í gær og ég búin að pakka takk fyrir. Ekki lengi að redda þessu enda er þetta eitt af því skemmtilegasta sem ég geri :) hi hi.
Ekki skemmdi það heldur fyrir að vera með fínu nýju ofur skjær bleiku töskurnar sem við keyptum um daginn. Við verðum ekki lengi að koma auga á þær þegar þær koma trallandi á færibandinu :)
Spurning um að smella svona eins og einni mynd hér inn af herlegheitunum.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home