MATARGATIÐ

þriðjudagur, október 09, 2007

Nýji síminn minn.

11306356

Verslaði mér nýjan síma í dag. Motofone F3 eða eitthvað álíka.
Mjög lítill og þunnur, hálfgerð lumma :)
Hann er samt frekar hallærislegur greyjið. Skjárinn er alveg furðulegur, og stafirnir eru OFUR stórir þannig að maður þarf stanslaust að vera að skrolla niður til að lesa skilaboð. Það er víst ekki í boði að gera þá minni hi hi:)
Hringingarnar eru líka ofur bjánalegar og ekkert hægt að sækja sér eitthvað skemmtilegt. Uhuuu..ekkert Duran lengur.
Hugga mig samt við það að hann kostaði ekki nema 25 evrur sem eru svona 2000 kall.

Hann dugar a.m.k þangað til ég finn mér einhvern bleikan og sætan sem mig langar virkilega mikið í. Hef verið á höttunum eftir nýjum síma í þó nokkurn tíma en hef ekki séð þann eina rétta. Ég gat bara ómögulega beðið með þetta lengur. Minn gamli var alveg úti að aka.

1 Comments:

  • At 2:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    hæ sæta, þú hefðir átt að fá þér skærbleikann LG síma hann er voða sætur og alveg ofurbleikur...minnir helst á kúrekahattinn þinn í denn:-)

     

Skrifa ummæli

<< Home