MATARGATIÐ

laugardagur, febrúar 23, 2008

Ömurleg vika að baki.

Ég er búin að vera svooo veik og er reyndar enn. Byrjaði með einhvern slappleika á laugardaginn fyrir viku. Varð alltaf slappari og slappari. Á miðvikudaginn hélt ég varla haus þannig að Ægir kom heim úr vinnu eftir hádegið og hefur bara verið hér. Ég hef lítið sem ekkert getað gert. Ég hef án gríns þurft að leggjast niður eftir að hafa klætt Emmu í sokkabuxur. Þvílíkt og annað eins. Þetta væri nú kannski í lagi ef ég gæti sofið bara en nei nei. Ég er nefnilega þannig að ég get bara ekki sofið með stíflað nef þannig að ég verði að sofa með opinn munn. Ekki séns. Ég er því í því að sprauta dóti í nebbann, sjúga gamla góða vicksið, éta verkjatöflur og hálsptöflur. Síðan er ég alltaf þyrst. Er í því að þamba vatn og þ.a.l þarf ég að pissa ótt og títt. Eftir klósettferðir þarf ég síðan að koma mér fyrir upp í rúmmi þannig að ég sitji helst alveg upprétt. Síðan þarf ég að fá mér aðeins meira að drekka og þar á eftir að fá mér smá varasalva og handáburð því án þess get ég alls ekki sofið.

Seinnipartinn í dag var ég ótrúlega mikið veik. Hélt varla haus og átti mjög erfitt með mig enda með 39,6 gráðu hita sem er ekki alveg ástand fyrir mig yfirliðsbínustínu. Ægir keypti nýjar verkjapillur handa mér sem innihalda parkódín, asprin og koffín sem ég tók í hvelli. Síðan dreif ég mig bara í bað (sá fram á að ég gæti bara ekki orðið veikari) með hvítvínstár með og ola. Viti menn ég hef bara ekki verið jafn spræk síðan á þriðjudag. Hitinn hefur lækkað þvílíkt, ég hef varla hóstað og nefið er ekki stíflað. Vona að þetta haldist út kvöldið þannig að ég geti horft á úrslitin í euro. Sá fram á það fyrr í dag að vera upp rúmmi volandi yfir því að missa af þessu.

Þetta verður örugglega rosa skemmtilegt og mikið spennandi :)
Góða skemmtun.

4 Comments:

  • At 11:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Áfram JÚRÓBANDIÐ.....HÚHÚHÚHÚ;)

    Láttu þér nú batna gamla skar:)

    dúdú

     
  • At 5:29 e.h., Blogger Unknown said…

    Je minn eini
    Vonandi ertu á batavegi.
    Ertu ekki sátt við júróbandið? Við misstum af júró þar sem við fórum á Þursa tónleikana. Þeir voru æði.

     
  • At 12:53 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    jeminn einasti það er alltaf sama fjörið á þér elskan!!!

     
  • At 1:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Er að koma til. Loksins.
    En Halló Alma mín... Hvað er bara í gangi? hver fer á tónleika á eurókvöldi segi ég nú bara. Eða hverjum dettur bara í hug að halda tónleika þetta kvöld. Ja hérna. Ekki er öll vitleysan eins :)
    dh

     

Skrifa ummæli

<< Home