Furðulegt veður.
Það er ótrúlegur hita munur hérna hjá okkur þessa dagana. Hér er oft um eða undir frostmarki snemma á morgnana en eftir hádegið fer hitinn upp í 15 gráður. Horfði á fréttir fyrir nokkrum kvöldum og sá þar viðtal við einhvern gróðurdúd hérna. Hann hefur miklar áhyggjur af veðrinu og segir að kannski verði þetta sumar öðruvísi en þau fyrri þar sem blóm og tré séu í hættu. Vorið er bara komið of snemma í ár, blóm, runnar og tré farin að blómstra og það sé alls ekki nógu sniðugt þar sem það er ennþá svo kalt þess á milli. Ég smellti af þessari mynd á leið í leikskólann á þriðjudaginn. Falleg þessi litlu rauðu blóm en þau eru öll frekar frosin greyin.
En svo hef ég kannski bara misskilið fréttina algjörlega..hihi. Nema ég sé kannski bara orðin svona ótrúlega sleip í túngumálinu :)
Þessi tré eru alltaf svo falleg þegar þau eru í fullum blóma. Ég gat ekki betur séð en að sum blómin væru dauð eftir frostið :( Frekar sorglegt.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home