MATARGATIÐ

föstudagur, ágúst 26, 2005

Ég mæli með

Hollensku hljómsveitinni Kane.
Er búin að vera að hlusta á nýju plötunna þeirra sem heitir Fearless.
Það er t.d eitt lag með þeim sem heitir something to say sem hefur verið ótrúlega vinsælt í marga marga mánuði. Spurning hvort það sé kannski verið að spila það heima líka :)
Söngvarinn er svaka sætur súkkulaðitöffari. Heitasti piparsveinninn hér í landi að margra mati.
Mæli með því að þið tékkið á þessu.
http://www.kane.nl/index2.html

Mæli líka með hljómsveit sem heitir The Thrills.
Þeir eru með disk í gangi núna sem heitir Lets Bottle Bhemia. Ótrúlega flott plata þar á ferð. Dúdinn er með ótrúlega flotta rödd og svo er hann líka fjallmyndalegur :)
http://www.thethrills.com/

2 Comments:

  • At 11:48 e.h., Blogger Unknown said…

    Er pottþétt eftir að kíkja á þessa tónlist. Alltaf gaman að fá lead á nýja.
    Alma

     
  • At 11:49 e.h., Blogger Unknown said…

    BTW. Nágrannarnir eru með partý núna og eru ekki beint að spila uppáhaldstónlistina mína. Ætla bara að drífa mig upp og setja í mig eyrnatappa...hihi, kannski að maður horfi bara á einn LOST líka.

     

Skrifa ummæli

<< Home