MATARGATIÐ

þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Hvernig væri nú að slaka aðeins á?

Ég er náttúrulega algjör froskur. Það vita nú allir :)
En, af hverju er ég og sumir aðrir í minni fjölskyldu alltaf á hraðferð? Það er alveg sama hvað ég er að gera, ég þarf alltaf að drífa mig að öllu, klára hitt og þetta frá og svo framveigis.

Fyrir nokkrum dögum síðan fór ég í sturtu (hef reyndar farið í nokkrar sturtur síðan :)
Þrátt fyrir að vera EKKI í tímaþröng, að þá var ég samt aðeins að flýta mér of mikið.

Eftir snögga sturtu reif ég sturtuhenginu til hliðar, náði mér í handklæði og þurkaði mér alveg á hundrað og tuttugu, fór inn í baðskáp og sótti mér bodylotion og byrjaði að maka því á mig alla.
Þar sem ég er nú frekar snögg að þessu, að þá fattaði ég ekki fyrr en ég var búin að maka mig alla út, að þetta var alls ekki bodylotionið heldur sturtusápa :(
Ég mátti því fara í aðra sturtu og skola mig vel og lengi.

Þetta væri nú kannski allt í lagi svona einu sinni...en nei nei...
þetta hefur komið fyrir mig 3 x á frekar stuttum tíma.

Þetta er bara eins og um árið þegar ég ætlaði að vera voða góð við hana múttu mína.
Ætlaði að gefa henni svakalega fínt axlarnudd. Makaði hana alla í þessu fína hitakremi og spurði svo alltaf annaðslagið, hva finnurðu engan hita??
mamma greyjið sagði bara ha nei ekkert svoleiðis, og ég hélt áfram að setja meira krem og nudda og nudda en aldrei fann hún neinn hita.
Við skildum bara ekkert í þessu lengi lengi, ekki fyrr en við tókum eftir því að þetta var alls ekkert hitakremið sem ég var að nota heldur sjampo eða sturtusápa :( obbosí.
Mamma fór svo í sturu og var þvílíkt lengi að skola þetta af sér plús það að hún var orðin frekar mikið rauð á öxlunum eftir þetta allt.

2 Comments:

  • At 4:08 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Þetta er nú bara til þess gert að krydda lífið aðeins. Fólk sem gerir svona mistök lætur öðrum í kring um sig líða betur. Alltaf gott að geta hlegið að einhverjum :) Það hugsa ég a.m.k. alltaf þegar eitthvað álíka kemur fyrir mig. Ég þekki mann sem segir við svona tækifæri: ,,Einhver hefði nú þagað yfir þessu"!!! Takk fyrir að deila þessu með okkur hinum aulunum.

     
  • At 9:52 e.h., Blogger Unknown said…

    Alveg satt, þú ert algjör froskur en samt sá flottasti sem ég þekki..hihi

     

Skrifa ummæli

<< Home