MATARGATIÐ

fimmtudagur, september 22, 2005

Þá byrjar ballið loksins.

Þá er keppnin byrjuð.
Við erum búin að kaupa okkur fitumæli og nú á sko að taka á því.
Þar sem ég er svoddan auli, að þá fékk ég Ægi til að koma í svona fitubollukeppni. Ég er nefnilega þannig að ég á alveg rosalega erfitt með að drattast í ræktina. Besta leiðin fyrir mig er að hafa einkaþjálfara eða fara á svona fitubollunámskeið hjá Gauja litla. Ég þarf bara alltaf að vera að keppast :)
Þannig að nú byrjar ballið.
Keppnin stendur til 14 desember, en þann 15 förum við heim til Íslands í jólafrí :) (Ekki er búið að ákveða verðlaun. Ætli það verði ekki bara þannig að sá sem verður taparinn þarf að kaupa flotta gjöf handa vinnaranum :) )

Við erum búin að fitumæla okkur og vigta og ætlum svo að mæla okkur hátt og lágt með málbandi í kvöld.
Svo á aldeilis að taka á því í mataræðinu líka.
Matseðillinn verður hollur og góður og nammidagarnir verða bara 2 (til að byrja með ) og svo bara 1 í viku. Úfff ég er svo mikill nammigrís. Borða yfirleitt ekki mikið nammi í einu, en samt...oftast er það eitthvað á hverjum degi. Þetta verður erfitt.
Allar sósur að jukk verða ekki á boðstólnum. Við erum mjög dugleg að borða salat á hverjum degi, en nú á að auka það enn meira.
Ég hef svo sem ekkert rætt þetta við hann Ægi minn, en ég er nú samt alveg viss um að hann taki ljómandi vel í þetta eins og allt sem ég ákveð :) hí hí.

Vona bara að það fari að ganga betur með Malín í pössuninni. Fórum saman í morgun, og það gékk sko ekki betur en í gær :(
Hún fór að gráta núna áður en ég fór fram og svo bara grenjaði hún og grenjaði í 30 mín. eða þar til ég sótti hana aftur. Hún er nú alveg agaleg. Um leið og hún sá mig koma inn úr dyrunum, að þá hætti hún strax að gráta. Það var bara eins og það hefði verið skrúfað fyrir hana.

5 Comments:

  • At 5:37 e.h., Blogger Dagný said…

    90-60-90 :)

     
  • At 6:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Mér líst nú alveg svakalega vel á þetta hjá ykkur hjónaleysunum.....nú er það bara grænmeti og aftur grænmeti og þá volllllaaaa.......mörinn farinn :-))))
    ..........I wish.......
    Baráttukveðjur til vinnarans...

     
  • At 12:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    The winner takes it all...
    Gangi ykkur vel. Hér er bara rorrað um í spikinu :)Ef ég grennist er það bara af því ég fæ svo lítið að borða í vinnunni og alveg sama hvað ég smyr mér girnilegar samlokur þá eru þær alltaf jafn ólystugar þegar ég opna þær í vinnunni. - Hlýt að vera mjög erfið á fóðrum - Það er svona þegar maður er alinn upp við að fá alvöru mat mat mat.

     
  • At 6:09 e.h., Blogger Unknown said…

    Mér líst ekkert smá vel á ykkur. Baráttukveðjur frá Langvennen Oost 63. Ef ykkur vantar móralskan stuðning eða salat í magann, komið þá bara til mín...hihi

     
  • At 8:16 e.h., Blogger Dagný said…

    Takk Alma mín. Þú klikkar ekki :)

     

Skrifa ummæli

<< Home