MATARGATIÐ

föstudagur, október 14, 2005

Jabba daba dú

Jæja jæja.
Þá er ég loksins búin að koma því í verk að verða áskrifandi að einhverju tímariti. Það hefur verið á döfunni aldeilis lengi. Ég er að vísu áskrifandi að tímaritinu Uppeldi sem gefið er út heima, en annars hef ég ekki verið áskrifandi að neinu síðan ég fékk Æskuna heim hérna í þá gömlu góðu :)

Blaðið sem ég valdi mér er bara snilld..
Að sjálfsögðu endaði ég á því að verða áskrifandi að OK :) :) bara skemmtilegt blað. Fyrir ykkur sem vitið bara ekkert um hvað ég er að tala að þá er þetta sennilega frægasta slúðurblað í heimi.

Ég fékk fyrsta blaðið mitt núna í dag og að sjálfsögðu voru Jordan og Peter Andre á forsíðunni.
Nú get ég aldeilis hlakkað til í hverri viku. Alltaf gaman að sjá Þau, Bradda og Angelinu, Jude og Siennu og fleiri og fleiri og fleiri :)

Þetta er bara eitthvað sem er nauðsynlegt á hvert heimili :)

2 Comments:

  • At 9:40 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Bíddu nú við það þýðir nú ekkert að vera með svona hálfkveðnar vísur Bogga...spurning hvort þú ferð ekki bara að setja á fót þitt eigið blað. Það gæti t.d. heitið Halló Grenó...
    gaman að þessu.

     
  • At 2:13 e.h., Blogger Dagný said…

    ji, hvernig gat ég gleymt þeim. Það var meira að segja myndaseria af Victoriu í nýja blaðinu mínu. Fullt af fínum myndum af stelpu skottinu þar sem hún var að versla sér eitthvað fallegt dótarí :)

     

Skrifa ummæli

<< Home