MATARGATIÐ

mánudagur, október 10, 2005

Kapphlaupið mikla

Jæja.
Þá eru 2 vikur búnar af feitabollukeppninni :)
Ég er nú bara mjög sátt við árángurinn.
Fituprósentan farin niður um 1 %
búin að missa 600 gr af hreinni fitu :)
og svo eru 12 cm farnir.

Mér þykir þetta nú bara þokkalegt miðað við það að komast bara í 30 mín. í einu í ræktina.

Reyndar var ég 45 mín. í dag og gékk það bara þokkalega. Malín grenjaði reyndar heil ósköp þegar ég fór og hélt því áfram næstu 10 eða 15 mín. en svo var allt í lagi. Hún er meira að segja farin að leika við krakkana og dunda sér sjálf.
Kannski ég geti verið í klukkutíma í burtu í næstu viku :) Yes...
það væri æði.
Ég fer alla virka daga niður í rækt og svo ætlum við Ægir að reyna að fara á hverjum sunnudegi saman líka. Við fórum í gær og prófuðum að fara í skvass. Vorum ekkert smá fáránlega léleg, en þetta var alveg ótrúlega gaman. Nú erum við bæði með strengi í rassinum og ég hel aum í hægri hendi.

Það er ekkert smá gott að vera byrjaður að sprikla svona. Mér líður alls ekki lengur þannig að ég hreinlega nenni ekki að drífa mig af stað á morgnanna. Ég hlakka bara þvílíkt til að mæta.
Það er líka bara svo gott að hafa svona fasta rútínu. Þetta er bara eitthvað sem við Malín gerum saman á hverjum morgni.
Ég finn líka hellings mun á Malín. Hún hangir ekki svona rosalega utan í mér allan daginn eins og hún gerði. Hún er farin að dunda sér alveg helling ein hérna heima og það er sko munur :)

1 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home