MATARGATIÐ

fimmtudagur, mars 02, 2006

Body Balance

Prufaði þennan tíma í fyrsta sinn hérna í Hollandinu nú í morgun. Frábær tími, rosa skemmtilegur, flott lög og góðar æfingar. Hef farið nokkrum sinnum í svona tíma á Bjargi fyrir nokkrum árum en það var allt öðruvísi. Þetta er miklu skemmtilegra :)
Þetta er rólegur tími og æfingarnar allar rosa hægar og svona fljótandi. Eins gott að hafa jafnvægið í lagi svo maður detti ekki beint á góminn í sumum stöðunum. Annars kemur það nú fljótt ef maður er duglegur að mæta, og það ætla ég sko pottþétt að gera.
Ég prísaði mig samt sæla fyrir að kunna eitthvað fyrir mér í þessu. Stundaði jú jóga heima og hef verið í pilates hér þannig að ég var ekkert svo græn. Ég er nefnilega ekki alveg að skilja allt sem fram fer þarna í tímunum þannig að það er stundum gott að getað giskað á hvað kemur næst. Sumar æfingarnar eru nefnilega þannig að það er ekki séns að sjá kennarann. Maður er kannski bara í einni kúlu með hausinn klestan ofaní gólf :)

1 Comments:

  • At 11:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Er einmitt mjög ánægð með þessa tíma - hef farið í nokkra :)

     

Skrifa ummæli

<< Home