MATARGATIÐ

sunnudagur, maí 14, 2006

Euróið (þátturinn í gær)

Skemmtilegur eins og þeir fyrri :)
Ef ég fer svona aðeins yfir það sem mér fannst um lögin sem sýnd voru í gær að þá er þetta niðurstaðan.
Sviss: la la-ekkert spes
Modavía: Hrikalegt, agalega slæmt
Israel: Allt í lagi, dúdinn kann samt ekki að dansa í takt.
Lettland: úff..veit svei mér ekki.
Noregur: Algjört æði. Með flottari lögum. Heillaðist gjörsamlega af þessu lagi í keppninni sem haldin var í Noregi. Hélt með þessu lagi þá :)
Spánn: Ömurlegt myndband og það skemmir sennilega eitthvað fyrir. Var ekki alveg að gúddera þetta.
Malta: Fínt lag.
Þýskaland: Er ekki að heilla mig.
Danmörk: Góð sönkona. Lagið mun flottara núna heldur en í Dönsku eppninni. Lagið var þá alveg hrikalega hallærislegt á sviði. Vona að þau geri ekki sömu mistök á sviðinu í Grikklandi.
Rúmenia: Ótrúlega flott lag..ji minn. Ég heillaðist gjörsamlega. Spurning hvort þetta sé ekki bara flottasta lagið?? Ef gaurinn væri sætur að þá myndi það pottþétt vinna.
Breland: Ömurlegt. Hvað er bara að?? Sá Bresku keppnina og þetta var eignilega sísta lagið.
Grikkland: Tja, uuuuu veit bara ekki hvað skal segja.
Frakkland: Soldið flott. Samt frekar lítið lag.
Kroatia: Hrikalega svekkt með þetta lag. Algjör horror. Hef svo oft verið hrifin af þeirra framlagi, en það er ekki mikið varið í lagið í ár.

Ji hvað það verður gaman næsta fimmtudag. Vona bara að Ísland komist áfram þannig að það verði skemmtilegra að fylgjast með keppninni á laugardaginn.
Önnur lönd sem verða bara að komast áfram eru:
Belgía
Rússland
Bosnía
Svíþjóð og
Finnland

2 Comments:

  • At 4:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já ég hlakka mikið til að sjá er nebla ekki búin að sjá nema brotabrot... gaman að lesa þetta álit þitt..
    kveðja Linda..

     
  • At 1:54 f.h., Blogger Unknown said…

    Hæ hó
    Gaman að sjá hvað þú ert alltaf dugleg að fylgjast með júróinu. Vá ég veit ekkert hvað þú ert að tala um...Ætla samt að fylgjast með á fimmtudaginn audddaaa. Verð þá bara með blogsíðuna þína við hliðina á mér svo ég viti eitthvað um lögin..hihi

     

Skrifa ummæli

<< Home