MATARGATIÐ

þriðjudagur, maí 09, 2006

Euro euró

Jæja þá er ég búin að sjá norrænu þættina sem sýna þau lög sem keppa í undanúrslitum :)
Rúv voru nú eitthvað seinir a því. Ég var farin að halda það að þeir ætluðu ekkert að sýna þetta á netinu þar sem ég fann þetta ekkert fyrst um sinn. Horfði því bara hjá sænska sjónvarpinu, en það var nú bara gaman :)
Ég verð nú að segja það að þarna er ansi mikið af rusli...ofboðslega leiðinleg mörg lögin. En að sjálfsögðu góð lög líka.
Þau lög sem hljota bara að komast áfram eru Belgía og Rússland. Þetta eru bara lang flottustu lögin. Svo er Svíþjóð líka með flott lag og þar á eftir koma allt í lagi lög eins og Makedonia og svo eru Finnarnir líka fínir :) er samt drullu hrædd við þessa gaura, ji minn eini þvílíki horrorinn.
Það verður gaman að sjá síðasta þáttinn og sjá hvaða lög eru pottþétt inni :)
Euro klikkar ekki.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home