MATARGATIÐ

miðvikudagur, maí 03, 2006

Snuðferð

Skruppum seinnipartinn í gær í bæ sem er hérna hálftíma í burtu. Ætluðum að skoða matarstell, potta og hnífa og kaupa okkur eitthvað fyrir brúðkaupspeningana ef við sæjum eitthvað fallegt.
En....
Því miður var bara búið að loka búllunni :(
Við erum nýbúin að fá sendan miða hingað heim og á honum stóð að það væri opið alla virka daga til klukkan 20:00 og til kl 17:00 um helgar. Það var greinilega ekki lengur þannig :( þetta hefur sennilega verið bara í örfáa daga.
Frekar súrt.
Ætlum kannski að renna þangað á laugardaginn eftir rúma viku aftur. Tímum ekki næsta laugardegi í búðarráp þar sem veðurspáin er svo frábær. Ætlum að skreppa bara í leiðinni í miðbæinn í Breda en það er borg sem er hérna rétt hjá. Höfum aldrei kíkt í miðbæinn þar en hann á víst að vera rosa flottur.

1 Comments:

  • At 3:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Væri sko alveg til að rölta um miðbæ Breda með ykkur :)
    Alma

     

Skrifa ummæli

<< Home