kvart kvart.
Stubban varð mánaðargömul í gær. Þessi dagur var alveg agalegur verð ég að segja. Við erum að verða ansi mikið þreytt á þessu kvefi í henni. Hún virðist ekkert ætla að losna mig það :( Hún er búin að vera með þetta kvef í tvær og hálfa viku núna. Mér fannst það vera að lagast á tímabili en núna er er það með versta móti. Ég er í því að sjúga úr litla nebbanum hennar og sprauta upp i hana saltvatni. Svo var henni greinilega ill í maganum sínum í allan gærdag. Grét þvílíkt, kúkaði út í eitt og vildi helst ekkert gera nema drekka. Ég gerði því nánast ekkert annað en að halda á henni frá því í gærmorgun og þangað til Ægir kom heim kl að ganga tíu í gærkvöldi. Hún svaf bara í um 2 klukkutíma allan daginn og grét nánast stanslaust ef hún var ekki að súpa en stundum leið ekki nema klukkutími á milli gjafa. Greyjið Malín fékk litla sem enga athygli og það var ekki einu sinni tími til að hita handa henni kvöldmat. Hún er svo ótrúlega dugleg. Kvartar bara aldrei. Hún var að reyna að horfa á teiknimyndir í sjónvarpinu en þar sem sú stutta var með þvílíku lætin að þá var ekki mikið hægt að hlusta á þær. Malín pirraðist samt ekkert, var bara í því að klappa stubbunni og reyna að knúsa hana.
Dagurinn í dag verður vonadi betri. Stubban er a.m.k búin að vera róleg og góð hingað til. Vona að það haldist svoleiðis áfram.
Ég hef því reynt að nota morguninn til þess að leika við Malín.
17 dagar þangað til við komum til Íslands.
Jibbbbí
Dagurinn í dag verður vonadi betri. Stubban er a.m.k búin að vera róleg og góð hingað til. Vona að það haldist svoleiðis áfram.
Ég hef því reynt að nota morguninn til þess að leika við Malín.
17 dagar þangað til við komum til Íslands.
Jibbbbí
1 Comments:
At 3:17 e.h., Unknown said…
Þú átt alveg einstakleg geðprúða og yndislega stóra stelpu. Knús til hennar
Skrifa ummæli
<< Home