Síðustu dagar
Allt gott að frétta af okkur.
Allir þokkalega sprækir. Stubban orðin mun betri en er samt ennþá með kvef :( þetta fer nú að verða komið gott. Hún er búin að vera kvefuð greyjið hálfa ævina.
Í fyrradag skruppum við í einhvern smábæ í Belgíu. Okkur bráðvantaði nefnilega varahlut í ryksuguna okkar. Ægir var svo mikill snilli um daginn. Var úti að ryksuga bílinn og gleymdi miðstykkinu á ryksuguhausnum úti og síðan þá hefur verið ryksugað á fjórum fótum hér. Ákváðum að fara einnig til Antwerpen sem var bara fínt. Það var nú frekar fyndið að þegar við vorum að rölta um miðbæinn að þá tökum við bæði eftir gaur sem labbar inn í banka. Lítum svo á hvort annað og ég segi váá þessi er ekkert smá líkur Bóasi (en hann er frændi minn og er í námi þarna). Ægir segir þetta var sko pottþétt Bóas. Prufaðu að labba þarna inn og kalla Bóas, en ég var nú ekki alveg á því. Við biðum svo eins og aular þarna fyrir utan þangað til hann kom aftur út og jú jú þetta var hann :) Frekar fyndið að hitta á hann í þessari risa stóru borg.
Við fórum á út að borða á Ítalskan stað og gékk það nú hálf brösulega. Þetta var í fyrsta skiptið sem við tökum stubbuna með okkur á veitingastað :) Hún vildi bara láta vera með sig þannig að við skiptumst bara á að borða svona til að byrja með.
Í gær var hún svo í pössun í fyrsta sinn. Ægir þurfti að skreppa á fund þannig að Annemieke var svo góð að koma að passa fyrir mig. Ég byrjaði að fara með Malín í tónlistarskólann og svo skrapp ég til tannlæknis. Þetta gékk svona líka ljómandi vel. Annemieke bauð svo Malín að koma með sér heim sem hún þáði að sjalfsögðu. Við Ægir skruppum svo til Tilburg í verslunarferð eftir hádegið. Mér leið nú bara eins og ég væri í útlöndum í fríi. Hef bara sjaldan verslað svona rosalega. Ég er orðin svo svakalega fatalaus. Nenni ekki að vera í víðum joggingbuxum eða óléttufötum og svo passa ég ekki í öll gömlu fötin mín. Keypti mér 2 buxur, 1 stuttar buxur, 3 peysur, vesti, boli, sokkabuxur og svo splæsti ég í nýtt meik og maskara. Jii hvað það er gaman að versla :)
Þetta kostaði nú samt enga fúlgu. Held að ég þetta hafi verið um 15.000 ísl. en það er nú vel sloppið.
Seinni partinn í dag skruppum við svo niður í bæ hérna í Oisterwijk. Búðirnar hér eru allar opnar til kl átta eða níu á föstudagskvöldum og langaði mig svo að fá smá jólastemningu. Langaði að rölta um bæinn í svölu lofti og njóta jólaljósana en það var bara ekki alveg nógu kalt til þess að maður færi í svona jólastuð. Í fyrradag voru 17 gráður og í gær 18 en ég veit ekki hver hitinn var í dag en það var ekki alveg svo heitt. Við erum nú samt orðin svo miklar gungur. Okkur finnst bara alltaf hálf kalt. Okkur er samt farið að hlakka þvílíkt til að koma heim í snjó og kulda :)
Úfff hvað það verður gaman.
Allir þokkalega sprækir. Stubban orðin mun betri en er samt ennþá með kvef :( þetta fer nú að verða komið gott. Hún er búin að vera kvefuð greyjið hálfa ævina.
Í fyrradag skruppum við í einhvern smábæ í Belgíu. Okkur bráðvantaði nefnilega varahlut í ryksuguna okkar. Ægir var svo mikill snilli um daginn. Var úti að ryksuga bílinn og gleymdi miðstykkinu á ryksuguhausnum úti og síðan þá hefur verið ryksugað á fjórum fótum hér. Ákváðum að fara einnig til Antwerpen sem var bara fínt. Það var nú frekar fyndið að þegar við vorum að rölta um miðbæinn að þá tökum við bæði eftir gaur sem labbar inn í banka. Lítum svo á hvort annað og ég segi váá þessi er ekkert smá líkur Bóasi (en hann er frændi minn og er í námi þarna). Ægir segir þetta var sko pottþétt Bóas. Prufaðu að labba þarna inn og kalla Bóas, en ég var nú ekki alveg á því. Við biðum svo eins og aular þarna fyrir utan þangað til hann kom aftur út og jú jú þetta var hann :) Frekar fyndið að hitta á hann í þessari risa stóru borg.
Við fórum á út að borða á Ítalskan stað og gékk það nú hálf brösulega. Þetta var í fyrsta skiptið sem við tökum stubbuna með okkur á veitingastað :) Hún vildi bara láta vera með sig þannig að við skiptumst bara á að borða svona til að byrja með.
Í gær var hún svo í pössun í fyrsta sinn. Ægir þurfti að skreppa á fund þannig að Annemieke var svo góð að koma að passa fyrir mig. Ég byrjaði að fara með Malín í tónlistarskólann og svo skrapp ég til tannlæknis. Þetta gékk svona líka ljómandi vel. Annemieke bauð svo Malín að koma með sér heim sem hún þáði að sjalfsögðu. Við Ægir skruppum svo til Tilburg í verslunarferð eftir hádegið. Mér leið nú bara eins og ég væri í útlöndum í fríi. Hef bara sjaldan verslað svona rosalega. Ég er orðin svo svakalega fatalaus. Nenni ekki að vera í víðum joggingbuxum eða óléttufötum og svo passa ég ekki í öll gömlu fötin mín. Keypti mér 2 buxur, 1 stuttar buxur, 3 peysur, vesti, boli, sokkabuxur og svo splæsti ég í nýtt meik og maskara. Jii hvað það er gaman að versla :)
Þetta kostaði nú samt enga fúlgu. Held að ég þetta hafi verið um 15.000 ísl. en það er nú vel sloppið.
Seinni partinn í dag skruppum við svo niður í bæ hérna í Oisterwijk. Búðirnar hér eru allar opnar til kl átta eða níu á föstudagskvöldum og langaði mig svo að fá smá jólastemningu. Langaði að rölta um bæinn í svölu lofti og njóta jólaljósana en það var bara ekki alveg nógu kalt til þess að maður færi í svona jólastuð. Í fyrradag voru 17 gráður og í gær 18 en ég veit ekki hver hitinn var í dag en það var ekki alveg svo heitt. Við erum nú samt orðin svo miklar gungur. Okkur finnst bara alltaf hálf kalt. Okkur er samt farið að hlakka þvílíkt til að koma heim í snjó og kulda :)
Úfff hvað það verður gaman.
2 Comments:
At 10:09 f.h., Nafnlaus said…
Hæ Dagný og til hamingju með litlu prinsessuna. Hún er ekkert smá sæt :) Gaman að fylgjast með hvað allt gengur vel hjá ykkur. Lítið við ef þið eigið leið um Rotterdam :)Ég bið að heilsa Ölmu ef þú heyrir í henni.
Bestu kveðjur
Halla
ps. Harpa og Hlynur eiga síðu á barnalandi: aðgangsorðið er Valgerður...endilega kíktu
At 4:36 e.h., Nafnlaus said…
Innilega til hamingju með afmælið :) vona að ég hafi nú munað réttan dag...hahaha!!!
Gaman að getað fylgst með systrunum svona úr fjarlægð, bíð alltaf spennt eftir nýjum myndum.
Við hlökkum til að sjá ykkur í desember, knús til ykkar allra,
Herdís og co
Skrifa ummæli
<< Home