MATARGATIÐ

laugardagur, janúar 27, 2007

euro

Jess.
Bestu þrjú lögin af lögum kvöldsins komin áfram :)
Varð samt fyrir töluverðum vonbrigðum með Jónsa-lagið. Veit ekki alveg hvað stílistarnair eru að pæla. Þvílíkur horror..jakk.

Friðrik Ómar algjört æði. Algjört rassgat :)
Trommurnar samt ekki að gera sig. Mætti henda þeim út og setja Regínu Ósk inn á í staðinn. Þau saman gætu unnið keppnina þarna úti fyrir okkur.

Eiki Hauks þrusu góður með flott lag. Karlinum veitir samt ekki af því að komast í breytt útlit. Agalegt að sjá hvað hann er alltaf lummó greyjið.

3 Comments:

  • At 2:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Nú er ég alveg hjartanlega sammála þér með lögin, stíllistarnir hjá Jónsa voru ekki að meika það að mínu mati en lagið ágætt. En málið með Eirík Hauks - já hann ætti nú aðeins allavega fara nota djúpnæringu í hárið á sér - vá hvernig væri hann með stutt hár í venjulegum töffara fötum??? Það væri gaman að sjá.
    En varðandi Friðrik Ómar þá finnst mér það langbesta lagið sem hefur komið hingað til og væri alveg sátt við að sjá það fara út - þetta með trommurnar finnst mér eitthað hermulegt - En hvað er líkt með trommum og Regínu Ósk??? Skipta út trommunum og setja Regínu Ósk í staðinn - skil ekki alveg:)??
    Heyrðu hvenær eigum við að skÆpa?

     
  • At 6:09 e.h., Blogger Dagný said…

    Já ég væri líka sátt ef lagið sem Friðrik Ómar flytur færi út :)

    Í sambandi við Regínu Ósk að þá finnst mér þau tvö bara vera svo frábær saman. Mig langar ekkert smá að fara á tónleika eða ball með eurobandinu sem samanstendur af þeim 2.
    Við værum góðar þar saman.

    Ég fór á tónleika í Glerárkirkju um jólin og þar kom Regína Ósk fram ásamt fleirum. Stelpan er ótrúlega góð sönkona og myndi pottþétt ekki klikka á stóru stundinni.
    Friðrik yrði okkur örugglega líka til sóma og svo er hann bara svo agalega mikið krútt :)
    Ég segi nú bara svona eins og einhver sagði:
    Ég væri svo mikið til í að eiga eitt stk. Friðrik Ómar og Regínu Ósk inn í skáp hjá mér til að taka fram annað slagið :)

    Í sambandi við skype.
    Er að læra læra læra núna og fram eftir kvöldi sennilega.
    Reynum að heyrast í vikunni. :)

    Áfram Ísland.

     
  • At 10:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Já nú skil ég. Já hann er voða krúttí þessi strákur og myndi mjög líklega standa sig vel í keppninni.
    En mér finnst ferlega fyndin tilhugsun um að eiga Regínu Ósk og Friðrik Ómar inní skáp:) hehe Var ekki Friðrik Ómar að koma útúr skápnum ekki fyrir svo löngu?:)
    Heyrðu já heyrumst í vikunni þú lætur mig bara vita

     

Skrifa ummæli

<< Home