MATARGATIÐ

föstudagur, janúar 26, 2007

Óþægilegur draumur.

Mig dreymdi alveg hrikalega óþægilegan draum í dag.
2 nunnur komu og bönkuðu upp á hjá mér og sögðu mér að þær vildu aðstoða mig á þeim erfiðu tímum sem ég ætti í vændum. Ég varð mjög hissa og vissi ekki meir fyrr en þær sögðu mér að ég væri með ólækknandi sjúkdóm og ætti skamman tíma eftir. Ég varð enn meira hissa og segist ekkert vita um hvað þær eru að tala og kemur það þá í ljós að þær hefðu farið húsavillt. Þær hefðu ætlað að heimsækja konu í sama raðhúsi og ég bý í. Stuttu síðar sé ég þessa sömu konu sitja á bekk háóletta og dapra. Þessi kona sem í þessum draumi var er ekki nágranni minn og ég held bara að ég hafi ekki hitt hana.
Hvað merkir þessi vitleysa bara??
hmmm?

1 Comments:

  • At 11:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Að þú hafir ríkt ímyndunarafl? :)

     

Skrifa ummæli

<< Home