MATARGATIÐ

föstudagur, febrúar 16, 2007

Gott að eiga góða granna.

Úff púff. Mikil þreyta í gangi á þessum bæ. 3 nætur í röð núna sem stubban hefur verið slöpp og sofið illa. Það verður æði að fá Ægi heim í kvöld. Ég er búin að pannta það að fá að sofa út um helgina.
Marielle nágranakona mín bauð Malín að koma heim til sín að leika við strákana sína í gær. Þegar hún kom að sækja hana bauðst hún til að taka Emmu líka sem ég þáði sko með þökkum. Dreif mig í það að þrífa bílinn í gegn að innan (en það veitti sko ekki af því þó fyrr hefði verið) á meðan og ji hvað það var gott að vera aðeins einn með sjálfum sér. Þó ég hafi verið að brasast svona, að þá fannst mér ég vera í hálfgerði pásu :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home