MATARGATIÐ

miðvikudagur, febrúar 28, 2007

Gotterí.

Ef ég verð orðin spræk um helgina að þá ætla ég að búa til gotterí. Þá er ég að tala um svona gotterí eins og maður fékk þegar maður var lítill. Ætla að dunda í þessu með henni Malín minni en henni finnst fátt skemmtilegra en að kokka og baka.
Mig langar til að búa til svona haframjölskökur eins og var í boðstólnum í öllum barnaafmælum þegar maður var patti (a.m.k á Grenivík :) )
Man nú ekki alveg hvernig uppskriftin var en fann þessa á netinu
haframjölskúlur
  • 30 gr haframjöl
  • 2-3 tsk klípa
  • 2 tsk kakó
  • örlítið sterkt kaffi
  • sætuefni
  • ?essens
  • blandið öllu saman og mótið kúlur og kælið.
Mig minnir samt að það hafi verið kókos á þessum Grenvísku en kannski er ég að rugla þessu eitthvað saman. Var kannski eitthvað líka sem hétu kókoskúlur?

Svo væri líka gaman að gera kornflexkökur og setja í form.
Setur maður eitthvað meira í þær en bara kornflex og súkkulaði?

4 Comments:

  • At 12:18 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Ha fyndið:) Börnin mín elska nefnilega að gera svona kókoskúlur sem maður var alltaf að búa til þegar maður var lítill á Grenó. Elma fékk rosa fína uppskrift í skólanum sem hún notar.
    Varðandi Kornflakeskökurnar þá held ég að það sé lítið annað heldur en maður hitar súkkulaði og hendir kornflex eða rice krispis útí er það ekki?
    Gangi þér vel í heilsunni hlýtur að koma fljótt:) og Góða skemmtun um helgina.

     
  • At 12:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said…

    Hæ honey... ég er viss um að það er líka sýróp og smjörlíki í þessum kornflekskökum... allavega þeim sem ég á uppskrift af..... ;)
    Kossar og knús ;)

     
  • At 4:03 e.h., Blogger Guðmundur G. said…

    Hæ Dagný mín
    Ferlegt að heyra af veikindum þínum. Vona svo sannarlega að þú farir nú að lagast.

     
  • At 4:06 e.h., Blogger Unknown said…

    hihi
    kveðjan var frá mér, Gummi var greinilega loggaður inn en hann biður örugglega líka að heilsa :)

     

Skrifa ummæli

<< Home