MATARGATIÐ

þriðjudagur, febrúar 27, 2007

Ljótljótariljótust.

Síðustu dagar hafa ekki beint verið skemmtilegir og ekkert blogghæft í fréttum svo sum.
Ég er bara búin að vera veik og það ekkert smá. Ég man ekki eftir annari eins pesti. Í dag er 8 dagurinn sem ég er við dauðans dyr eða svona næstum því. Í fyrradag hélt ég reyndar að þetta væri að verða búið því hitinn var ekki lengur rétt tæpar 40 gráður eins og nokkra daga á undan. En nei nei. Dagurinn í gær var sá all versti. Hitinn var ekki svo hár heldur fannst mér bara eins og það væri bara eitthvað mikið að. Hausinn á mér var eins og hann væri alveg að fara að springa. Ég gat hvorki beygt hann fram né aftur, ég þoldi mjög illa birtu og engan háfaða. Til að bæta við þetta aðeins að þá var ég í því að fá vondan verk fyrir brjóstið sem var ekki sértsakt og svo kom þessi líka fína yfirliðstilfining nokkrum sinnum á klukkutíma, en það er nú bara eitthvað sem ég er ekki svo óvön. Ég gat nánast ekkert sofið fyrir þessum viðbjóði :( og ég var alveg við það að fara hreinlega að grenja út af verkjum. En sem betur fer hafði ég nú vit á því að sleppa því þar sem það hefði bara gert illt verra. Ég var alveg nógu stífluð fyrir.
Það er ekkert smá sem allar holur hljóta að vera stíflaðar hjá mér.
Í dag er ég betri. Gat meira að segja lagt mig í klukkutíma í dag og ég bara steinsvaf. Svakalega gott. Ég er nefnilega búin að sofa ótrúlega lítið undanfarna viku. Ligg andvaka fleiri fleiri tíma á hverri nóttu. Hef líka prófað að leggja mig oft yfir daginn og það er bara ekki séns að ég nái að sofna. Ég hélt nú bara að það væri samasem merki á milli 40 gráðu hita og svefns. Ekki hjá mér a.m.k. Þessi vika er því búin að vera ANSI lengi að líða.

Ég á sennilega eftir að verða mjög lengi að ná mér eftir þetta. Hósta hrikalega ennþá og er mikið kvefuð. Það er samt ekkert smá gott þegar maður fer að geta snítt sér. Maður finnur bara hvað það léttir á öllu í hausnum :) Skemmtilegt.
Ég held að ég sé búin að eldast um 10-15 ár við þessa flensu. Án gríns að þá lít ég ömurlega út. Ég er fölari en Michael Jackson, hrukkóttari en allir á mínum aldri og bólgnari í framan en Stalone og mamma hans til samans.

Ég verð bara að fara að komast í ræktina.
Úff hvað það verður LJÚFT.

Hætt að kvarta í bili.
Best að reyna að glugga aðeins í bók. Ég bara verð að drattast í skóla í fyrramálið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home